Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hlýja sem umvefur okkur

Ekki hægt  neitt annað en áfram gakk.  Minn ektakarl flutti heim síðasta mánudag og það voru engin læti við það...hann bara kom eins og hann hefði farið í aðgerð deginum áður.  Engin hjólastóll og þarf sko enga hjálp við eitt eða annað.  Við hérna hin sem höfum átt okkar dívur þennan tíma sem hann var inni, umvafinn fólki sem gerði allt til að honum liði betur...klórum okkur í höfðinu og hugsum já nú byrjar lífið bara upp á nýtt eða hvað?    Ekki alveg en samt, við förum í skólann og hann fer í sínar æfingar rétt á eftir.  Málin sem engin (ég) vildi ekki sinna...en voru á tossalistanum það er búið að fara í þau á fullu nú síðustu daga og ég er bara frekar ánægð þó vinkonuhittingur hafi ekki verið mikill, en nudd og verslunarferð með fíklinum.  Henni líður vel, ætlar sér að vera áfram þarna inni á Kotinu og koma oftar hér við og sinna múttu sinni FootinMouth og ömmusyninum.

Hjartað mitt enn í tætlum eftir alla þessa hlýju og montið yfir að eiga þennan karl og þessa stráka og hvað allir vilja vera vera góðir við okkur.  Tætlurnar mjakast saman en bara hugsunin um hlýjuna kemur tárakirtlunum af stað... ég á líka stelpur sem eru svoleiðis að standa sig, í meðferð, í skólanum  eða lifa lífinu lifandi.   Ekki hægt að taka það af okkur...við erum að standa okkur og okkur líður bara vel með það....hvað sem hver gerir!

InLove..þar til næst


þú komst við hjartað á mér...

 Ef minn karl hefur bara ekki kennt íslenskum karlmönnum að gráta, þeir voru ófáir sem sögðust hafa þurrkað tár þegar minn karl gekk inn á völlinn..og eins í lokinn.  Lifi Þróttur er e-ð sem ég hef vanist en að full stúka syngi Lifi Siggi, það kom við hjartað á mér, það kom við hjartað á mörgum.   Þetta var dýrmætt og stund sem minn karl mun nota sem drifkraft í það sem koma skal.   Vinir hans Sigga eiga heiður skilið fyrir hugsunina sem liggur að baki svona verkefnis.  Það er oft sagt að þar sem Þróttarar komi saman...þar er fjör!

 Hann gefst seint upp og og núna í kvöld þegar ég kom við hjá honum þá gekk hann þar um ganga án hækju.   Þreytist að vísu fljótt og erfitt að segja hvað hefur áhrif á hvað, lyfjameðferð, endurhæfing, læra að hugsa hlutina upp á nýtt. 

getImg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Dagarnir líða og það er brjálæðislega mikið að gera og heilmargt sem ég ekki geri en nú styttist í það að minn ektakarl komi heim svo það þýðir ekkert að vera að þykjast lengur, suma hluti þarf að framkvæma.   Verst hvað mér finnst gaman í vinnunni...það eru forréttindi að gera hluti sem þér finnast skemmtilegir og þar er sko mikið fjör og mörgu að sinna að kannski er ég að fela mig þar.  Hef ekki hugsað það...tek helgina í það!  

Hef ekki orð yfir hvernig mér líður en kærar þakkir  fyrir stuðningin, knúsin og mætinguna á leikinn!

InLove..þar til næst


Gleði..gleði dagur

Sit hér og horfi á minn ektakarl fá sér blund í nýja svefnherberginu okkar, engin hurð komin fyrir þannig að hann er hér í miðju heimilisins og sefur.  Þreyttur eftir nótt hér heima þar sem spenningurinn að geta bjargað sér var mikill, spenna mikill fyrir deginum framundan og svo var verið að hugsa og hugsa um næstu vikur.   Hann er ótrúlegur, ekki hef ég hugmynd um hvað hann getur og er fær um en hann vildi í bað í morgun, ekki neina sturtu og í smá stund hugsaði ég hvort ég eða hann kæmi sér upp úr sjálfur.   En hann komst enda sofandi hér næstum við hliðina á mér, þessi baðferð alveg farið með  hannWink.

Þróttaragleði í dag, honum til heiðurs og ég held að hann gerir sér ekki grein fyrir umfanginu sem þessu góðu vinir hans hafa staðið í. Hann hlakkar svo til að vera með Willum vini sínum á hliðarlínunni og stjórna þaðan.  Ömmusonur fær að ganga inn á með boltann með dómaranum sem er góður vinur og svo fá synirnir að spila síðustu mínúturnar.  Sjómaðurinn minn verður fjarri góðu gamni og eins hún Ágústa okkar sem býr í Danaveldi.   Allir aðrir afleggjarar verða á staðnum, kærustur og fyrrverandi tengdasonur ...já og okkar fyrrverandi makar.  Já það verður kátt í höllinni.

Það er svo gaman að sjá hvaða áhrif máttur svona samstöðu hefur gert mínum karli...hann ætlar og skal...engar hindranir í gangi.

þar til næst......InLove


Farinn að ganga karlinn..

Já við leiddumst í dag eftir ganginum á Grensás...engin hækja og engin stóllInLove

Hann segir öllum þarna að kella hans sé það erfið að hann geti bara ekki farið heim enda er það markmiðið hjá mínum manni að koma helst ekki í hjólastólnum heim...ég er víst ýmist að flakka á milli landa eða bara sflottur_karl_minn_ektakarl.jpgvo erfið í skapinu.   Ég er nú á því að hjúkkurnar hafi þetta aðdráttarafl..þessar góðu konur sem neita að aðstoða minn mann vegna þess að ég er að stríða þeim á því að ég hafi heyrt um það að það sé hægt að fara í mál við þær ef þær ná af manni sínum heittelskaða...já hann er ansi oft á stuttbuxunum þarna að flækjast...hm!   En þær baka góðar vöfflur á miðvikudagskvöldum þar sem aðstandendur eru meira en velkomnir...líka erfiðar eiginkonur.

Hann fer í nýjan búning á morgun þegar hann fer í viðtal á Bylgjunni....e-ð sem hann hefur ekki prófað fyrr að hafa sjálfan sig í aðalhlutverki...og ég bíð spennt eftir að heyra bullið í honum, röddina hans og húmorinn. 

Góðir vinir eru gulls ígildi þessa dagana..og ég nýt þessa að leyfa öðrum að hugsa fyrir mig eða framkvæma ýmis verk sem hafa legið á hakanum.

Heart....þar til næst


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband