Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

þetta er erfitt

Að vonast eftir hagstæðum úrskurði..þegar svo margt bendir til að úrskurðurinn verður ekki okkur í hag.

Þrátt fyrir miklar framfarir í læknavísindum þá getur ein fruma...á stærð við títuprjónshaus breyst í vínber að stærð,semsagt milljón krabbameinsfruma á ferð. Þekkingarskortur veldur vanmætti og eigingirnin í að halda í það sem manni þykir vænt um...fyllir manni sorg og vanlíðan sem er svo kannski óþarfi...en þetta EF er alltaf stórt.

Þulur á við...ekki gefast upp og haltu í vonina eru orð sem eiga ekki við þegar við erum þarna í stöðunni.  Ég gefst ekki upp....en rautt ljós er rautt og þegar þar er grænt þá heldur þú áfram...þetta er einfalt.   Minn ektakarl veit ekki hvað það er að vorkenna sér. þá fer hann vel með það en hann sá kjarkmesti sem ég hef þekkt...hann var alltaf að...og er er enn að.   Misminnugur en hvað með það...minn ektakarl og minn prins á hvítum hesti enn að.

Minn karl kominn  á stera þar sem grunur er um bólgur og gott að vera aðeins búin að vinna á þeim áður en að myndatöku kemur.   Doktorinn kominn úr fríi og þar sem ég var í hringiðju....hvar er ég og hvað er að gerast þá líður mér betur að vita af honum þarna.

Hver var það sem sagði að þetta ætti að vera létt....meti þetta líf?

InLove...sos...þar til næst

 


Hugleiðingar sjómannsins

 Sonur minn, sjómaðurinn, sendi mér hér skrif sem vinur hans og velgjörðarmaður skrifaði eftir honum um hvað hefði flogið í gegnum hugann þegar hann var á leið í sjómennsku í Færeyjum.  Mig langar að deila þessu og geyma og fékk leyfi þeirra beggja að gera það

 

Föstudagur:
Var hann virkilega að fara í útlegð til annars lands! Hann sat á flugvellinum og ótal hugsanir flugu um hugann á honum. Hann lét n reika til síðustu mánaða og hvað margt hafði farið úrskeiðis og hvernig í raun lífi hans var háttað. Margt hafði hann til að þakka fyrir en svo sannarlega var hann langt því frá að vera ánægður, ánægður - hvað var það?
Hann heyrði mjóróma rödd í hátalaranum að fluginu yrði enn seinkað, vegna þoku á lendingarstað, enn ein seinkunin. Letilega horfði hann yfir salinn og um leið tékkaði í vasa sína og jú, nóg fyrir einum bjór.
Hann velti fyrir sér hvað hefði í raun farið úrskeiðis. Hvað varð til þess að hann allt í einu þurfti að flytja til annars lands, ævintýra til annars lands - eða hvað? Margt hafði skeð. Didda vinkona hans til margra ára hafði dömpað honum og var kominn með annan. Helvítis tussan! Ferlega var það sárt og í hjartanu hans var stórt sár sem hann var viss um að aldrei myndi gróa, þrátt fyrir að fólk segði; það tekur bara tíma - vertu þolinmóður.
Hann var truflaður í þessum hugrenningum sínum með því að mjóróma röddin í kallkerfi flugstöðvarinnar tilkynnti að því miður yrði ekki af flugi í dag en það væri mæting á morgun og það yrði flogið kl. 07:45 morguninn eftir, mæting kl. 06:45, fuck!.

Félagi hans hafði sent honum skilaboð fyrir nokkrum dögum og sagt að það væri laust pláss á bát sem hann gæti fengið ef hann myndi drífa sig. Hann hefði nú frekar viljað vera á sama bát og vinur hans en hitt var samt betra: að komast burt frá þessu ástandi sem hann var í, skuldunum og einmannaleikanum sem hafði heltekið hann undanfarið. Svo hafði vinur hans hringt og sagt honum að hann væri búinn að koma honum um borð á sínum bát. Það var skárra. Hann hafði kviðið fyrir að vera eini Íslendingurinn um borð. Nýtt land, nýtt skip, ný andlit og vinnubrögð. Jú hann hafði verið spenntur en var ögn rólegri þar sem hann vissi að Freyr vinur hans myndi hjálpa honum í gegnum fyrstu túranna. Hver andskotin myndi gerast núna þegar fluginu yrði aflýst.
Hann hafði ekki átt krónu til að komast þetta en þar sem hann átti bestu mömmu í heimi og fjölskyldu sem vildi honum hið besta höfðu þau smalað saman í flugfar og annan búnað sem hann þurfti til að komast. Mikið var hann þeim þakklátur. Lífið hafði ekki farið silkihönskum um hann eða fjölskyldu hans - langt því frá.
Síminn hringdi. Jú, skipstjórinn hafði ákveðið að bíða sagði Freyr í símann og að hann myndi bíða útá velli og sækja hann og keyra beint til skips en vonaði að þetta myndi ekki klikka í fyrramálið því hann var óviss um hvort að skipstjórinn myndi hafa þolinmæði til að bíða lengur en gott mál ef þetta gengur upp og Freyr hlakkaði til að sjá hann daginn eftir.
Hugurinn var fullur af allskonar hugrenningum þegar hann fór í rúmið en sem betur fer sofnaði hann fljótt.


Morgun.
Helv......vaknaði hann seint og flugið að fara. Honum var skutlað útá völl og sömu ellismellirnir sem biðu með honum í gær voru mættir, furðu hressir. Rúllandi þarna um flugstöðina á hjólastólum eða með hækjur og ábyggilega flestir komnir yfir 100 árinn. Svo átti hann að fljúga með þessu fólki - huh!
Mjóróma röddin frá því í gær tilkynnti að flugið væri á áætlun og lítill tími til að velta hlutunum fyrir sér. Jú hann sá að það var einn farþegi á svipuðum aldri og hann sjálfur en hinir 68 - verð ég svona einn daginn!
Ég er pottþéttur á því að ég verð tekinn í skoðun á vellinum þegar ég kem hugsaði hann. Hann átti sér nefnilega sögu úr vímuefnaheiminum og þeirri sögu yrði ekki svo auðveldlega eytt hugsaði hann. Hvernig skyldi þetta líta út? Hvernig ætli skipið sem hann var að fara á væri? Annars var hann að velta ýmsum hlutum fyrir sér.
Loksins, lentur! Hann beið meðan hjólastólagengið, hækjuflokkurinn og hinir ellismellirnir smá fikruðust út úr vélinni og loksins kom að honum. Það var svo sem auðvitað. Hann var tekinn í tékk. Sem betur fer slapp hann við að beygja sig fram og láta kíkja uppí rassinn á sér en farið var vel yfir farangurinn. Hann var með hasspípuhaus í töskunni sem að tollarinn tók ekki eftir sem betur fer.
Freyr vinur hans beið fyrir utan tollhurðina og tók á móti honum. Þeir heilsuðust með faðmlagi. Ferlega er ég feginn að þú ert loksins komin sagði Freyr. Drífum okkur með farangurinn útí bíl og svo beint á sjóinn. Hvað er þetta langt? spurði hann. Þetta er ca. klukkutími var svariðr og svo voru þeir lagðir af stað. Freyr hafði tekið á leigu bílaleigubíl til að sækja hann svo að báturinn þyrfti ekki að bíða lengi. Hvert smáþorpið af öðru þutu hjá og landslagði var eins og heima á Íslandi. Ferlega var þetta samt líkt því sem allt leit út heima. Fullt af spurningum brunnu á vörum hans. Hann fann að hann var spenntur og pínu kvíðin en samt feginn að vera loksins kominn.
Kannski var þetta einhver tímaskekkja en - samt ekki, fannst honum. Jú hann hafði farið útaf sporinu í heimalandinu en - andskotin - þurfti hann að draga það með sér til þess sem var að gerast núna? Jú, því ekki. Kannski var þetta bara refsing fyrir það sem hann hafði gert, hver veit. Hver veit hver andskotinn var að gerast í lífinu eða bara í alheiminum. Mikið hafði hann spáð í því hvert og hvernig lífið yrði. Myndi hann enda sem götusali eða kóngur? Hvað þurfti að gerast í lífinu til þess að hann yrði hamingjusamur?
Kannski að helvítis hassið hafi gert mig svona? En mér líður alltaf svo vel þegar ég er búinn að reykja hass, hugsaði hann. Þetta er ekki að passa eða þannig.

En hérna sat hann í bíl með Frey og var á leið á sjóinn. Sjóinn! Var það það líf sem hann vildi þ.e.a.s. vera á sjónum og vinna við það? Er lífið svona einfalt? Var hann að flækja þetta eitthvað fyrir sér?
Rosalega vildi hann að svörin lægu á ljósu. Á ljósu? Já ferlega vildi hann að hann myndi vita hvað og hvernig lífið yrði. Hann vissi hvernig lífið hans hefði verið fram að þessum tíma en hvernig myndi það verða. Hver veit? Kannski yrði hann bara vegavinnukarl sem ætti 2.5 börn og myndi búa á 3-ju hæð í blokkaríbúð í Grafarvoginum eða kannski myndi hann gera eitthvað úr lífinu, fara í skóla og gera eitthvað áþreifanlegt. Jú það er eitthvað sem vit er í hugsaði hann en fjandinn, ég nenni því ekki. Það er bara fínt að fa
faereyjar.jpgra á sjóinn, vera á sjónum í nokkra daga og fjármagna það sem þarf að fjármagna til að gera lífið skemmtilegt. En hvernig er skemmtilegt líf? Hann hugleiddi það meðan þeir Freyr þutu framhjá hverju ,,smáþorpinu" á fætur öðru.
Freyr var að segja honum frá hvað biði hans. Lýsti fyrir honum íbúðinni,
umhverfinu, skipinu, þeim mönnum sem hefðu verið um borð í síðasta túr og var að reyna að koma honum inní það umhverfi sem bið hans. VÁ! Er þetta ekki bara einhver bátur, maður vinnur, kemur í land, reykir hass, drekkur, ríður og lætur fara vel um sig? Þurfti að útskýra þetta eitthvað. Freyr heldur áfram að tala um þetta allt og ég velti því fyrir mér hvenær við verðum komnir. Freyr segir mér að að báturinn bíði eftir okkur og það verði farið um leið og við komum. Helvítis vitleysingar að bíða með brottför báts í sólarhring, ég hlýt að vera eitthvað sérstakur. Freyr hafði að vísu sagt honum að skipstjórinn væri sérstaklega hrifinn af Íslendingum og........
En hver veit! Hér er ég kominn og verð að vera tilbúinn til að taka á móti þeim ævintýrum sem bíða mín. Hrollur tilhlökkunar eða kvíða hríslaðist um hann.



--


mamma, pabbi, börn og fleiri börn

Amma vaknaðu...heyri ég sagt í gegnum draumaheiminn..amma bílarnir eru vaknaðir þannig að klukkan er komin.  Ég hristi af mér drauminn og svara guttanum að hann verði að bíða eftir að síminn minn  pípi og ýti mér fastar ofan í koddann.  Það næsta er að ömmusonur er kominn með símann og segir hátt og skýrt..amma klukkan er átta tuttugu og fjórar...er námskeiðið mitt ekki að byrja?    Eins gott að vera í góðri æfingu að vera fljót að koma liðinu úr húsi á morgnana, en þar sem ég ákvað fyrir mörgum árum að vera helst ekki með klukku nærri mér þá er mér nær þegar þessar stundir ..að sofa yfir mig...gerast.  Annars er ömmusonurinn sú besta klukka sem til er...hann er alltaf með það á hreinu að dagurinn er byrjaður og þá skiptir ekki máli hvort klukkan sé sex, sjö eða átta.

Önnur hlið á teningnum þegar kemur að svefntíma yngri ömmusonar...hann vill fara seint að sofa...sér engan tilgang í því  að sofa og vill svo helst kúra og sofa sem lengst á morgnanna....en hér er engin miskunn.  

Nú eru allir á heimilinu í fríi og jarnbrautastöðva tilfinningin kominn aftur upp í hugann, það er alltaf einhver að fara eða koma....stundum allir á staðnum eða ég sit ein upp í sófa með góða bók og það eina sem ég geri á þeim stundum er að setja í vél...og inn í þurrkara. 

Heimasætan á fullu í undirbúning á ferð sem hún er að fara til Suður Afríku og verður í níu mánuði í þetta skiptið.  Þessi elska fékk styrk til að vinna við sjálfboðavinnu og að sjálfsögðu lætur hún það happ ekki úr hendi renna...en strákarnir flytja í herbergið hennar á meðan og hver veit hvað gerist næst...en þessi elska þarf líklega að sofa með frændum sínum þegar hún kemur aftur og lýkur námi.

Minn ektakarl gerir nú ekkert annað þessa dagana en að brjóta stóla hér og þar og það fara tvennar sögur af ástæðunum..hann er svarthvíta hetjan mín, stendur alltaf upp og fer sínu fram þó margt á  móti blási.

Er bún að vera nísk á fjölskylduna mína er hér fáið þið loksins að sjá allan hópinn

ing_06_1010537.jpg


Frið...að fá frið...að njóta friðsins...

Hlátur á að lengja lífið er sagt, brosið fer langt með það en það er merkilegt hvað maður getur stundum hlegið þó að tilfinningin sé að hjartað gráti.   Sakna  þess samt að geta ekki hlegið meira....það eru rosalega góðar tilfinningar sem fylgja því.

Hér áður fyrr gat ég samsinnt því að ég væri með stórt heimili en í dag þar sem færri heimilismenn eru þá upplifi ég það að ég sé með enn stærra heimili og utanumhald, aldurinn eða álag?

Ömmustrákurinn búinn að upplifa sitt fyrsta fótboltamót og það að geta sofið án ömmu sinnar...og það er virkilegur sigur!   Við fórum svo öll og fylgdum prinsinum norður á fótboltamót, minn ektakarl kom með flugi og sá og sigraði því annað eins af kossum og knúsum fékk hann þarna frá fólki sem hann ýmist kannaðist ekkert við eða gamlir og nýjir vinir.   Tárin spruttu fram við margvísleg tilefni þarna hjá mér og margar hugsanir spruttu fram.

Annars tekur minn ektakarl  einn dag í einu...fótboltaleikir út í eitt en sér held ég ekki fram á bjarta tíma að hafa mig svona mikið heima við næsta árið...ég fer í fríið!!!!!..

Ég verð að hafa mig alla við að finna mér e-ð áhugamál sem til að byrja með verður líkaminn....taka hann  í gegn...nudd, hotjoga, leikfimi og sund. 

Líðanin ekki alltaf sem best hjá honum , höfuðverkir og óhljóð að gera honum grikk fyrir utan það að lamaði fóturinn er ansi oft að rekast í e-ð og jafnvel gefa sig undan honum. Minnileysi líka að angra hann en  þrjóskari karl er varla hægt að eiga og það að koma að honum með sláttuvélina úti og í næsta andartaki taka flugið yfir hana fær mitt hjarta á flug...en alltaf stendur hann upp, blótandi en áfram heldur hann.  Ég prófaði það að leggjast niður og reyna að standa upp án máttar vinstra megin en varð að gefast upp. 

Myndataka eftir mánuð og staðan er sú að ekkert kemur mér á óvart, þetta eru búið að vera furðulegt ár, ár óeirða í huga og kropp... vonin dugar skammt og einhver lengst inn í mér  ákallar á hjálp...en ég og þessi rödd vinnum ekki saman og oft spyr ég hvað getur sökkvandi skip....sokkið oft.

InLove..þar til næst

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband