Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Lífið...fer í hring

IMG 0105...Hér eru allir við góða heilsu og jafnvel meira en það.   Allt gengið upp sem átti að ganga upp...annað látið liggja á milli hluta.   Auðvitað get ég haldið úti bloggi þó að heimasætan sé komin heim og fái fréttir í æð þessa dagana...prófa það að minnsta kosti.

Minn ektakarl alveg þolanlegur Halo þreyttur og slæptur en á fullu í heimilsstörfum þannig að vinkonur eru grænar af öfund.  Er að hugsa um að gera hann út, leigja og fá smá pening í vasann.  Vinkonurnar halda að ég sé e-ð verri þegar ég segi að stundum fæ ég bara nóg því engin er friðurinn fyrir tuskunum eða ryksugunni.   Þetta er hans lækning við pirring og kvíða. 

Fíkillinn fékk að gista á meðan beðið er eftir Víkinni...fer á sunnudag...auðvitað erfitt fyrir alla en þetta hefur bara verið gæðatími held ég...en ég tel auðvitað dagana þar til hún fer og allt fer aftur í jafnvægi...ef það er þá til.   Sem sagt ekki fallin en það hefði ekkert komið mér á óvart miða við hennar neyslusögu og hún hefur  komið ..á  óvart þessa dagana. Ömmusonur tekið þessu bara vel og veit að hún er að fara aftur á spítala.   Hún leigir bróður sínum íbúðina en hann er í erfiðum málum með sína neyslu og sín mál þó hann stundi vinnu. 

Heimasætan...yngsta dóttirin er komin heim frá suður Asíu.  Þar sem ég stóð til hliðar við útganginn út á Keflavík og sá þessa elsku koma með bakpoka á bakinu sem bæði dróst eftir gólfinu og var hærri en hún þá var ég viss um að nú væri ég að sjá ofsjónir.   Þessi kelling sem varla gat ráðið við pokann áður en hún fór út, datt alltaf aftur fyrir sig og þurfti að hafa hann ansi léttan...kom þarna arkandi í allt of stórum skóm vegna sára á tánum.   Kóngulóarbit, sveppasýking, exem og svo spastísk í öllum liðum. InLove  En mikið er gott að hún er komin heim..og það fyrsta sem móður hennar gerði var að ýta henni inní sturtuna og heimta allsherjar þvott.  Ein alveg viss um að allar pöddur kæmu heim með henni.    

Afflegggjarnir mínir vita það nú að um leið og þeir fara út af heimilinu núna ...þetta árið...þá verður ekkert pláss fyrir þá aftur.Smile  Bara fara að fljúgja sjálfir án múttu hjálpar.  Sonurinn farinn...fíkillinn að fara....og ef heimasætan ætlar að leggja aftur í svona ævintýri þá flytja gömlu hjúin á meðan í einn lítinn, pínulítinn kofa þar sem pláss verður fyrir tvo litla prinsa.

Þar til næst


Áfram inni

Fíkillinn hringdi inn þær fréttir að alvarlegt kvíðakast ...hefði hertekið hana og ráðgjafar og læknir vildu að hún væri einhverja daga enn.      Líðanin ekki góð og ég heyri að margt sem er að trufla hana enn.    Gott mál að einhverjir séu til sem vilja ekki henda henni út.

InLove 


heilaþvottur óskast

brainwashingNú er allt að gerast í mínum haus..ég að fá nóg af öllum heimilismönnun sem alveg nýtt fyrir mig.

Minn ektakarl að byrja fjórðu lotu í lyfjagjöf á morgun og hefur verið einstaklega utan við sig og farinn að loka á allt og alla.  Best hefur verið að útiloka það með því að hverfa á brott og þar hefur leynifélagið sem ég og prinsinn erum í verið ansi dugleg að bralla saman.  Ömmusonur fór til pabba síns í nokkra dag og við náðum í hann til Grindavíkur í dag en þar er pabbinn og litli ömmusonur nýfluttir og allt að ganga upp hjá þeim.

Fíkilinn minn að koma út á morgun en fer ekki áfram fyrr en eftir tíu daga..langir dagar þeir!

Svo er hetjan mín, brjálæðingurinn að koma frá Víetnam!!!   Eins og strákarnir segja þá koma pöddurnar með henni heim og heimta að hún pakki upp úr töskunum út á palli...frekar mikið hræddir við allt sem er með fleiri fætur en fjórar. 'Eg efast nú um að hún komi með einhverja tösku heim þar sem sögurnar af henni segja að hún hafi selt allt sem einhver fengur var í vegna þyngdar við að bera.Tounge

Svo það eru einu sinni enn svona litlir hvirfibylir að eiga sér stað ..í mínum kroppi.   Held höfði því ég veit að það kemur dagur eftir þennan dag.    En gott væri að geta skipt um haus svona eftir veðri og vindi.

InLove

 

 

 

 


bara afgangar...

Smile..Ekkert nýtt að gerast í höfðinum á mínum karli.        Nýtt í merkingunni óæskilegt!

Þar sem æxlið var eru einhverjar leifar...æxlis eða æða... en hvað sem það er þá skiptir það engu um framhaldið.  Doksinn hefði ekkert verið hissa þó annað æxli hefði verið þarna á flæking, sagðist oft hafa upplifað það þó að lyfjameðferð stæði yfir en þetta er sem sagt gott mál og næsta myndataka er  í október, eftir síðasta lyfjakúr.  Fjórða lota hefst í næstu viku og þreyta svolítið farin að herja á minn mann.   Hann er allt of duglegur, leyfir sér ekkert að hvíla en svo öðru hvoru þá segir líkaminn stopp og þá liggur hann í marga tíma.     Ég þarf alveg að passa mig að koma ekki fram við hann eins og eitt af börnunum og skipa honum að leggja sig en missi mig stundum þegar hann fer offári í vinnusemi.  

Fíkillinn enn inni á Vogi og stefnir á að fara á Vík, þar er reyndar allt fullt eins og allsstaðar en  eitthvað á reyna að troða þar inn.  Einhverja daga verður hún...hér úti...áður en hún fær þar inn en helst vildi ég nú steypa hana niður eða bara slökkva á henni þann tíma.  

þar til næst...InLove

 


brostu ...það er ókeypis lækning

Minn ektakarl að fara í myndatöku á morgun...í dag þar sem komið er fram yfir miðnætti..MRI ..og eins og doksi sagði fyrir þremur vikum..allt getur gerst og ekki gera ykkur neinar vonir um að allt sé horfið!

Frábært að tíminn liði bara svona....góðir vinir komu með mat og heilan kút af hvítvíni sem ég drakk nú aðalega og minn karl skreið ..hmm... ánægður...upp í  rúm um miðnætti.  

Hamingjan er ekkert til að spauga með...njótum þess!

 


skellihlátur

Það er svo gott að hlæja og fylla á orkubrunninn.  Skellihlátur minnir mig á heimasætuna mína í Víetnam sem veit ekki neitt verra en að lenda í hláturköstum með mér, á milli kviðanna heyrðist í henni stopp mamma.. stopp sem vakti annað kast hjá mér og við enduðum báðar hálfgrátand...en hlæjandi.  Vöðvar sem við vissum ekki af aumir lengi á eftir.  Ef ég hef ekki hlegið lengi...þá er tilfinningin eins og ég ímynda mér að kampavínsflösku liði..hmm..sem hefur verið hrist rækilega en tappinn er fastur svo ég legg mig í líma við að finna e-ð til að hlæja af...sem er nú margt og mikið það er bara að finna það og matreiða það þannig að hægt er að brosa af.

  Yfir þessu myndbandi skellihló ég....ein heima...Grin

 Að hláturinn lengi lífið það veit ég ekki um því þá hlýtur gráturinn að gera það líka..og allt eru þetta tómar klisjur en gott er að gera bæði í bland.

 

 

 

 

 

 

 


money..money

Það eru sem sagt til peningar....það hlýtur að hjálpa til í samningarviðræðum að vita það eða hvað!
mbl.is Laun forstjóra Landspítala hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

flug ...ekki flug..er flug?

Helgi eftir helgi heyrir ég um seinkanir á flugi hjá Express Og mér er farið að objóða.  Auðvita verða seinkanir hjá öðrum flugfélögum það skilja allir en getur þetta talist vera innan þess sem er eðlilega mikið?

  Þegar hetjan mín fór út þá var ég búin að undirbúa hana um að um seinkanir gætu að orðið á fluginu  Fötlun hennar er þess eðlis að það tekur allt frekar langan tíma og aðstoðarmaðurinn þarf að hlaupa til ef breyting verður.   Aðstoðarmaðurinn fékk sms um það að þau ættu að mæta klukkan þrjú..hm þrjú hugsaði hann er þá verið að flýta fluginu og fékk nett stress kast.  Hringdi í mömmuna..mig..og ég sá það að þrjú..þýddi fimmtán!  Hetjan mín náði þessu og um leið nokkrum tímum í svefn sem var jú jákvætt en verður mjög spastísk og stíf þegar ferðaplön breyttast svona.

Heimferðin var enn þá meira ævintýri...flugið átti að vera 21.30 en þau fengu að vita að það yrði seinkun til 03:00 um nóttina.   Hér heima á textavarpinu var þessu flugi nú bara þurrkað út og á Kastrup.dk var því canselled!   Þetta voru þau búin að heyra um og ákváðu að redda sér hótelplássi...treystu sem sagt að þetta yrði í lagi þegar þau mættu morgunin eftir.

Ekkert númer er hægt að ná í hér á Íslandinu varðandi Express seint á kvöldin..en þau voru með dansk númer sem hringdi alltaf út.. og ég hugsaði jú jú þau redda þessu.  Það gerir það nú engin að gamni sínu að drusla manneskju í hjólastól, ferðatöskum í massavís og svo með fullt fangið af brothættum munim merktum danaveldiLoL  ..ekki beint fyrir einn mann!

En áður en ég lagði höfuðið á koddann þá ákvað ég að hringja í einn vanan ferðalögum..og svarið var þau verða að fara út á flugvöll til að vita hvenær þau eigi þá flug annars er ósvíst um að þau fái flug..nema greiða fyrir það aftur.

Svo ég hringdi í aðstoðina og skipaði þeim pent að fara út á völl...að ef ég réði einhverju þá væri það þetta.   Þau fóru ..og hringdu litlu seinna með þau boð að það væri flogið heim um þrjú!

Keflavíkurflugvöllur er ekki með uppýsingasíma, ekki Express, stelpurnar á 118 orðnar á ástandinur og við kúnnarnir hugsum bara að þetta kemur ekki fyrir mig.  Vöknum og veltum þessu fyrir okkur! 


mbl.is Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vont..vont en svo æðislega gott!

nudd.bakVont gott er tilfinningin að fara til sjúkaraþjálfarans, gæti stundið lamið hann en svo kemur þessi léttir sem einmitt fær mig til að hugsa til hans þegar  aumu svæðin eru orðin meiri að flatarmáli en afgangurinn af mérCrying

Frábært þegar þessi aðili segir í símann, já blessuð...getur þú komið á morgunW00t

Þar sem ég svo ligg þarna hjá honum og hann að hamast á þessu þreytta holdi þá er alltaf svo gaman að heyra í öðrum þarna í kring sem eru komin í sama tilgangi, margir tala einmitt um að hafa verið að hugsa lengi til hans..sjúkraþjálfarans...og það er svona stunutónn í röddinni.    Undrast alltaf jafn mikið að það eru fleiri eins og ég....er semsagt ekki svo einstök...það eru fleiri sem sinna sér ekki alveg nógu vel!

Fíkillinn minn er enn inni á Vogi og lætur vel af sér..er enn inni á sjúkragangi sem er  skiljanlegt miða við ástandið á henni en hún er búin að ákveða að fara í kvennameðferðina sem þýðir að hún fer á Vik...eftir 10-20 daga.  Þangað til verður hún inni á Vogi. 

Þessir nokkru dagar sem eftir eru að sumarfríi verða notaðir í dekur..við mig og aðra..og þá mikið af því.  Hvað það verður....það fer eftir hvort allir verða svona sætir í sér eins og sjúkraþjálfarinn sem sagði ..já á morgun...ekki málið..

Þar til næstInLove

 


að gráta í hljóði?

Lítill ömmustrákur var búinn að hlakka mikið  til að vera í sumarfríi, sumarfrí var þá  eitthvað hugtak sem prinsinn minn var búinn að tala mikið um og gera svo miklu meira úr.   Allt sem stóri frændi talar um það ætlar ömmustrákur að gera líka og sættir sig illa við að geta ekki gert það á sama tíma og frændinn því þeir jú ætla að gera allt saman!  Frændi er sterka stoðin hans, fyrirmyndin og átrúnaðargoðið hans.  Erfitt hlutverk fyrir prinsinn en með smá púsluspili er hægt að fara á óskum beggja, þræða veginn.ljósi'

Í morgun var það rútinan á ný, leikskólinn með öllum vinunum og prinsinn ætlaði á fótboltanámskeið.  Lítil hönd laumaðist  í ömmuhönd þegar að leikskólahliðinu kom og inni vildi lítill karl faðma ömmu sína. Hann ítrekaði fyrri ósk síma um að hann yrði sóttur eftir kaffi sem og amma hans gerði.   En þegar hann fór að ræða við frænda sinn yfir kvöldmatnum um hvað hann hefði lært nýtt í boltaskólanum og hvað hann hefði verið að gera þá sagðist hann hafa  verið leiður í dag..leiður að sjá ömmu fara og hann fór ekki með henni.  Ömmuhjartað var aumt og sagði en amma kemur aftur.  Já ég veit það en það er svo erfitt að sjá þig fara amma að ég grét inni í mér en... svo varð ég glaður þegar ég fór út að leika með vinunum.

Það var stoltur strákur sem sofnaði í kvöld, ánægður með daginn, ánægður hvað hann væri orðinn duglegur í sundi, ánægður með að geta rennt sér einn í rennibrautinni.  Skin og skúrir...InLove


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband