Prinsadagur framundan

Tek við orkuskotum úr öllum áttum en sumu er ekki hægt að stjórna....það er rok í höfðinu á mér og erfitt að hemja það á einhvern hátt.   Bara rugl að ektakarlinn hafi farið í myndatöku í gær þegar við erum ekki alveg tilbúin að heyra neitt....þar sem prinsinn okkar á afmæli á morgun og stefnan sett að leyfa honum að njóta þess.  

Venjan hefur verið frá því að hann fæddist að allir fjölskyldumeðlimir sem búa á heimilinu vakni upp, setji kerti í köku og vekji hann syngjandi og alltaf hlakkar hann jafn mikið til.  Um síðustu helgi var ég að setja saman vikuplan í höfðinu á mér þegar þetta óveður þar skall á....allt fór að rekast á...og prinsinn að byrja að tala um sína tilhlökkun yfir þessu öllu saman.  Alltaf tala ég um að ég vilji ekki að hann eldist.....vil hafa hann lítinn gæja sem vill kúra hjá múttu sinni og alltaf lofar hann mér því að það muni ekki breytast.  

En myndatakan ....í gær en við viljum engar fréttir fyrr en á fimmtudag...en þá er líka strákaafmæli ...en ég sendi þá bara út í ratleik og pizzu á eftir.  Mig vantar svona planer...gæja sem skipuleggur fyrir mig fram í tímann og setur niður það sem þarf að gera....   Hvað gerir svo kella, þessi mútta sem á þennan yndislega gaur sem er að verða 11 ára á morgun þegar hann segir oho mamma ég hlakka svooooo til að sjá hvað þið gefið mér í áfmælisgjöf...ég er svo spenntur því það sem mig langaði mest í ( og það var bara tvennt) fékk ég í jólagjöf.   Argasta sarg hljóð heyrðist innan úr höfðinu á mér.....og í hljóði hugsaði ég ...já ég er líka spennt að sjá hvað þessir foreldrar þínir gefa þér...elsku karlinn minn.shellmot_2009.jpg

En við vöknum og læðumst inn til hans með muffins köku..kerti og syngjum þau okkar sem erum hæf til þess og það að þessi elska fái drauminn sinn....já það þarf ekki mikið til þess að gera hann ánægðan ..bara að halda venjunum við og þá er allt í lagi með allt.  Lifum eftir því!

 

Heart..þar til...eftir doksa heimsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

stórt orkuskot til þín elskan 

Sigurosk Edda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 23:00

2 identicon

njótið hátiðarbrigðanna í amstri lifsins.

Bestu kveðjur frá mér

Guðlaug Ósk

Guðlaug Ósk Gunnarsdótir (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 06:57

3 identicon

Til hamingju með prinsinn

fæðingarorlofskonan (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 09:03

4 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með sæta prinsinn...

Ragnheiður , 13.1.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband