Leynistaður hugans

Hvað er leynistaður í ykkar huga.

Minn leynistaður   ...er á stað út á landi og hér áður fyrr keyrði ég þangað með fullan bílinn af börnum og Brunaliðið ómaði alla leiðina.  Nú í seinni tíma, með vaxandi aldri þá er flugleiðin notuð og bara eitt örverpi fær að fljóta með.

     Það sem gerir þennan stað að leyni er að hann fyllir mig orku....án þess að aðrir vita af því.....og sjá það heldur ekkert á mér og oft er það nóg þegar hugurinn er að fyllast af óróa.... þá meira segja nægir að hugsa um staðinn..... það kemur vissri ró á..... af því ég stefni að fara þangað fljótlega..eða kannski ekki!

 Að fara þangað er eins og ég fari yfir í annan heim, lifi jafnvel öðru lífi .  Algjör blekking en góð blekking á meðan á því stendur.

   Annað fólk hefur aldrei skilið hvað ég sé að flækjast þetta,  .........veðurteppist oft sem er bara plús í mínum huga en mikill galli hjá mínum yfirmanni.   Fólk hefur heldur ekki viljað skilja hvað það er mikil sæla að fara yfir í annað umhverfi, skilja karl og bú eftir og sitja ein að góðri vinkonu sem fátt getur haggað við...eyðir tímanum í að hlusta á mitt mál og er sérfræðingur í að láta mig eyða mínum krónum í fallega hluti.   En ég þreyttist seint að segja fólki að það sé eins langt fyrir mig að hitta vini mína þarna og þá að koma hingað.....en oft er það svo að við sem búum í borg óttans.... okkur finnst  sjálfsagt mál fyrir landsbyggðina að kíkja í kaffi!

  Jæja...leynistaðurinn....ef ákvörðun hefur verið tekin að fara á leynisstaðinn..ákvörðun sem þarf að taka í tíma...þá er brunað seint á föstudegi út á flugvöll....og tilfinningin að setjast niður inn í vél með beltið spennt er ólýsanleg.    Járnbrautastöðin sem var í höfðinu á mér....er skilin þarna eftir og ég loka augunum og held í höndina á því örverpi sem var svo heppið að fá að fljóta með...því ég er ekki meiri hetja en svo að flughræðsla gerir æ meira vart við sig.    Rétt fyrir lendingu  á vélin það til að dansa svolítið og sleikir yfirleitt þökin á kaupstaðnum sem stefnt á er og þá er gott að hafa vissan poka í kjöltunni.

Ísafjörður.   Engin tengsl önnur þangað nema góð vinkona og hennar fjölskylda búa þar og yfir tuttugu ár hef ég farið til þeirra, fyrst til Bolungarvíkur, svo  Hnífsdal.... og nú ‚ Ísafjörð.  

Vinkonan dró  mig eitt sinn á skíði þó ég hafi sjaldan stigið á skíði enda endaði sú ferð á því að ég gekk niður fjallið og átti að sekta mig fyrir það að missa skíðið niður.     Kajaka ferð þar sem selir syndu í kringum mig...fjallgöngur, bakstur fram á rauða nótt....og allar sundlaugar á Vestfjörðum hafa verið heimsóttar.   Annað misjafnt en skemmtilegt  segi ég ekki frá því það verður áfram leyni!

Aftur að leynistaðnum...vinkonan þessi býr í blokk á ...og útsýnið yfir bæinn er eins og fallegasta málverk og við stofugluggann þar sem ég get setið tímunum saman og horft á skýin, fjöllin, skipin og bæjarlífið...bæjarlífið beint í æð.    Allan tímann..sem er mestallur  tíminn... sem ég sit þarna er ég á spjallinu við fjölskyldumeðlimi en er eins og ég sé í sápukúlu sjálf og heyri í þeim að utan.  Algjör sæla.... fyllist orku...anda inn ...út.  Upplifi oft að ég hljóti að hafa verið Vestfirðingur í fyrra lífi...

IMG_3717[1]

Leynistaðurinn minn er þessi tilfinning í sápukúlunni  þarna í glugganum á Ísafirði þar sem ég soga orku staðarins  í mig og reyni að láta hana endast fram á næstu heimsókn...

GetLost....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

og er myndin ekki af gamla sjúkrahúsinu ?

Vestfirðir leiðrétta huga manns. Ég þekki það og fer vestur

Ragnheiður , 27.11.2010 kl. 00:40

2 Smámynd: Inga María

Jú jú...það er víst Ragnheiður.   Er þá til svona leiðréttingarborði...breiðum út boðskapinn!

Inga María, 27.11.2010 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband