Hjólför kvíðans

009_1052887.jpgÞó það sé eins og tíminn sé á einhverri hraðferð þá er það nú óþarfa tillitsleysi að láta strákana eldast líka.  Örverpið mitt tólf ára og það væri bara gott að hafa hann þar.  Þessi drengur er algjör gleðigjafi og dýrlingur en um leið orkubolti sem hugsar  best með bolta á milli fótanna.

Ég ætlaði ekki að ala upp neina unglinga í viðbót...veit ekki hvort mér hefur tekist nógu vel upp í fyrri skipti. Þó ég sé ótrúlega stolt af börnunum mínum, það mega þau  eiga , þau eru þorin, þau gera það sem hugurinn segir þeim og þegar þau standa sig vel þá gera þau það vel! Reyndar líka þegar þau standi sig illa, þá standa þau sig frekar mjög svo illa.

Kletturinn ég er að molna, er búin að vera föst í hjólfari kvíða, sorgar og uppgjafar nú í nokkra daga.  Má eiginlega ekkert hagga bátnum mér en það er svo margt sem er ekki í lagi að þetta ætti nú að fara að venjast. En þessu er aldrei hægt að venjast, sorgin er þarna á bakvið allt og kvíðinn frænka hennar.

Ákvað að þetta gæti ég ekki boðið sjálfri mér upp á og fór í mitt joga og ákvað um leið að faðma karlinn minn oft og lengi en hann er e-ð svo pirraður að geta ekki tekið utan um mig með báðum höndum....en ein hönd er betra en engin hendi.   Svo er alveg vel hægt að una sér við það að ömmusynirnir sækja í það að fá að vera í ömmuplássi svo ég fæ nóg af knúsi þessa dagana.

Futsal fótbolti átti hug okkar í dag þar sem  prinsinn var að keppa á Íslandsmóti og bróðir hans í úrtakshóp í Futsal landsliðinu.  Minn ektakarl fær að vera þar til aðstoðar og þó hann gangi alveg fram af sér í þreytu þá er það ánægður karl sem fer að sofa.  Ömmustrákar hjá pabba sínum en það er frábært fyrir alla að hann sé kominn til landsins, strákarnir með að hafa hann, ég yfir smá hvíld, prinsinn yfir að hafa mig eina og pabbann að geta loksins fundið ró í huga og verið með strákunum sínum.

 

-threyta_1054157.jpg

 

W00t..segjum...það

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég þekki þessa daga þegar ekkert má hallast. Hvíldu þig á milli, það er eina sem hjálpar (amk mér)

Er einmitt að rísa upp úr ferlegu kasti sem kom mér í rúmið.

Við erum jaxlar - það megum við eiga.

Krakkarnir okkar eru frábær ..

knús

Ragnheiður , 16.1.2011 kl. 21:52

2 identicon

Eg er ad hugsa til thin, elsku mamma min, tho thad se alla leid fra afriku ...... xxx

Katrin (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 08:30

3 identicon

Stuðningskveðjur.

Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 18:28

4 Smámynd: www.zordis.com

Sendi þér hlýjar kveðjur og njóttu hvíldarinnar

www.zordis.com, 24.1.2011 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband