Með lífið að láni

Vildi að ég gæti skrifað e-ð hér inn að viti. En það er allt á hvolfi og hringsnýst svo í þokkabót.

Minn ektakarl greindist enn á ný með æxli og enn, sem betur fer, heldur það sig við sömu slóðir þannig að það er skurðtækt og verður ráðist á það strax eftir páska.  Nú eru bara 6 mánuðir síðan hann var skorinn síðast en þá var hann fljótur að jafna sig og við vorum að vonast eftir að það yrði nú lengra í þetta en það er....en við erum að biðja um mikið.

 

Ef ég að eins vissi hvernig allt færi

Ef ég aðeins gæti lagað allt

Yrði þá allt betra?

Ef ég aðens væri viss um alla hluti

Og allt væri í lagi

Er þá allt betra?

 

Við tökum á þessu eins og við höfum gert hingað til, ekkert væl og engin uppgjöf!

 

Sideways..þar til  næst...hvenær sem það nú verður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

   Sálmur 37-5vers. Guð varveiti ykkur..

Vilhjálmur Stefánsson, 29.3.2012 kl. 00:20

2 identicon

Knús elsku frænka :*

Lillý og kompaný (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 00:51

3 identicon

Hugsa til þín elsku Inga og dáist enn og aftur af þessum styrk þínum sem ég fyrst kynntist sem ung stúlka og þín barnapía fyrir ansi mörgum árum síðan. Vona að nú gangi ykkur allt í haginn. Kveðja frá Sirrý.

Sirrý (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 09:17

4 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert ótrúlega sterk og heil kona. Gangi ykkur sem best í þessari atrennu :)

Ragnheiður , 1.4.2012 kl. 19:03

5 identicon

Sæl Inga María, kíki reglulega hingað inn til að fylgjast með þér og baráttunni ykkar.  Man ég hugsaði oft þegar við unnum saman í Rimaskóla úr hverju þú værir gerð - og það sama hugsa ég þegar ég skoða skrifin þín hér.  Ótúrlegur kraftur.  Gangi ykkur vel í baráttunni áfram.  Bestu kveðjur að vestan.

Heiðrún Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband