Góðir timar

Bjartir tímar framundan hjá afleggjurunum minum..og kannski kominn tími til.  Prinsessan að fara i sina fimmtu ferð til Danaveldis með aðstoð og gott folk sem styrkir hana eina ferðin enn...nóg til af góðu fólki og ekki gefst mín upp þó erfitt sé!Sideways     Námsmaðurinn er að fara á kostum með unga fólkinu í FB...hálf skammast sín fyrir að skila heimavinnu á réttum tima og furðar sig á hvað unglingar eru latir...hm hún sem var að skríða yfir mörkin. En það er frábært að henni finnst þetta líka gaman og hún skemmtir sér yfir furðulegum kennurum og enn skrýtnari nemendahóp.  Dugleg kella !Heart

Kraftakarlinn minn er að ljúka afplánun og kemur heim til mömmu eftir 10 daga....hann hlakkar mest til að fá sér  að borða þegar hann vill...ganga í ísskápinn um miðja nótt  og fá sér snarl og knúsa múttuna sína oft og lengi.  Veit ekki hversu dugleg ég verð að fylla á ísskapinn en hann fær sinn eigin skáp í bílskúrnum sem honum finnst geðveikt..W00t  Systa hans er i Afríkunni..og að lesa bloggið hennar þá fer svona léttur hrollur um mig...en hún er að lika að láta drauma sína rætast...og þroskast bara allvel í gengum þetta.  Hún býr þarna hjá eldri konu..í rammgirtu húsi  og sjálfboðavinnan átti svo að hefjast eftir helgi..InLove  Litla prinsinn..örverpið og dekurboltinn en það kalla systkini hans hann...skoðar kortabækur á fullu og fylgist grannt með systur sinni. Hann hlakkar lika mikið til að fá bróður  sinn heim.. en allt vesenið í kringum hann..hefur prinsinn ekkert verið upptekinn af...en talar samt um að hann voni að bróðir sinn hætti að vera villingur. Stjúpsynirnir eru að gera það gott í fotboltanum en sá eldri er með systur sinni í FB en báðir eru að fara til USA....að versla...svo ég verð að fara að gera óskalista.Kissing  Svo eru það ömmustrákarnir..knúsararnir mínir...hlaupa alltaf i fangið á mér og gefa mér klemmukoss.  Vilja báðir koma til ömmu en prinsinn minn á stundum erfitt með að ná athyglinni..og á erfitt með þetta . Ég fer i námið mitt....veikindaleyfi og alles... eftir  2 vikur og fer að verða tilbúin að hanga svona heima...er að viða að mér bókum og spólum.  En get ekki sagt að ég hlakki  til.

Knús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það verður nú lítið mál fyrir þig að hanga heima við kíkjum svo reglulega á þig

vinkonan (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 08:36

2 identicon

Hlakka svo til að koma oft þessa daga til þín og halda þér í rúminu

önnur vinkona (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 20:43

3 identicon

Mor....jeg skal ha det godt i Danmark og tænke om dig

Rakel..... (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband