Litlu börnin mín orðin stór!

Móðureðlið er sterkt afl og það er ekki neitt sem maður vill frekar en að vernda börnin sín...en börn verða ekki alltaf börn heldur sjálfstæðir einstaklingar með sínar skoðanir á lífinu.  Nú eiga litlu börnin mín tvítugs afmæli..og ég verð að vera svolítið upptekin af því að þau eru orðin fullorðin.

frogs5 4 og 5 merkur voru þau við fæðingu en nú er gæinn orðinn hátt i 2 metrar og prinsessan kvartar yfir að vera of lágvaxin.  Nei við fáum ekki allt sem við viljum í lífinu en hún er þó að láta drauma sína rætast og þó það sé sagt við hana í Afríku að hún sé varla belju virði þá mundi ég gefa ansi margar beljur fyrir að geta kysst hana og knúsað  í tilefni dagsins!  Bæði eiga við sína fötlun að stríða.. og taka sínar ákvaðrðanir og verða sjálf að taka afleiðingunumInLove.Prinsinn minn ætlar að baka köku fyrir stóra bror og vill setja kerti á...hmm já fyrir hann er  þau sko ekki orðin neitt fullorðin.  

vi ses! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með tvíbbana. Stórfurðulegt að liðin séu tuttugu ár finnst svo stutt síðan þú varst að kaupa dúkkuföt til að skíra!! Ég borðaði rosalega mikið af kökum í tilefni dagsins. Hafið það gott. MH

Margrét Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:33

2 identicon

takk fyrir afmaeliskvedjuna mamma min.. var aedi ad heyra i ykkur oskari!!! vona ad tid hafid tad sem best.. skal reyna ad halda mig fra vandraedum herna... xxxxxx

Afrikufarinn (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband