Ugla sat á kvisti....og það varst þú!

Loksins....kella komin frá Afríku og þarna áttum við stefnumót og ég gaf svangri ungri konu að borða!   Hún hafði..það liggur við að ég segi að sjálfsögðu..verið rænd.  Öll kort, myndavél nr.3 og peningar á veitingastað þar sem hún átti eftir að greiða fyrir matinn .  Hún gistir hjá vinkonu í London og ísskápurinn tómur og þarna kom ég með kort handa henni að heiman svo hún gat farið að gera upp skuldir sínar.

DSC02005Frábær tími hjá okkur systrum með dottlunni minni í London...stóri bróðir hafði pantað borð fyrir okkur á Argentísku steikhúsi og nammi namm...annað eins hef ég ekki prófað.  Leikhús og verslað...er hægt að hafa það betra..og ég meira að segja með slökkt á símann mestan tímann.   Ef einhver fer svo að vorkenna sér yfir þungum töskum, peningaleysi..smá slysum.. þá segi ég og hvað með það. Hetjan mín sem er spastík hægra megin í líkamanum...tröslast þetta..upp og niður stiga og oftast nær segir hún að einhver góður kemur og hjálpar henni..oftast nær..hmm...dettur...hrasar..slasar sig og er rænd.  En er að lifa lífinu..gera það sem hún vill gera...og oft gera eitthvað gott fyrir aðra.  Stolt mamma!

Hinir afleggjararnir mínir eru enn....líka að gera múttu sína gráhærða.  Ömmustrákur aftur kominn í hús en mamma hans vildi meiri hjálp og sem betur fér þá fékk hún hana en ekki lokað á hana.  Kemur ekki fyrir jól...þarf að vinna miklu meira í sínum málum og fær vonandi tækifæri og er með vilja til þess.  Segi stundum að ég þyrfti að flytja í burtu..þar sem ekki væri hægt að ná í mig...líklega á eyðieyju.  En ég ræð hvað ég tek að mér og ekki þannig að mitt val ræður ríkjum....eigingirnin mín og ég er ekkert að reyna að vera ómissandi.  Lífið alltof dýrmætt til þess.   Góðir vinir gera líka kraftaverk og það er nóg af þeim. 

HugsInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er svooooo lík mömmu sinni þessi flakkari. Hvað ætlar hún að stoppa lengi á klakanum í þetta sinn???  Ekki flytja á eyðieyju við viljum hafa þig hérna nálægt, hehehe

Þú veist hvert þú átt að leita ef það er eitthvað.

Knús til þín frá mér.

vinkonan (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 23:23

2 identicon

Vona tu kafnir nu ekki ur stolti elsku mamma :) var mjog gaman med ykkur i london, hlakka til ad sja tig a morgun! xxxx

Katrin (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband