Kýli þig bara og hvað um það!

Í skólum landisns hefur það verið litið mildum augum ef nemendur misþyrma öðrum nemendum...litið framhjá því ..smá tiltal kannski? Hvenær verða árekstrar á milli nemenda misþyrmingar og hvenær köllum við það einhverjum mildari orðum.  Fer um mig óhug að lesa þessa frétt því vandamálin aukast hér á landi og lítð um lausnir. 
mbl.is Ætluðu að ræna kennaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Hæ Inga María. Gaman að rekast á þig hér á netinu. Viltu kannski vera bloggvinkona mín? ( Ég er svo ný í þessu og á svo fáa bloggvini (sérlega ósmart)

Þessi frétt um kennarann er meira en lítið undarleg. Hvað voru börnin eiginlega að hugsa, einhvern veginn sé ég ekki alveg mína 9 ára nemendur plana svona ofbeldisverk og finnast það bara allt í lagi. Ég þekki samt íslenska kennara sem hafa verið bitnir, klóraðir, kýldir og kallaðir öllum illum nöfnum, en get samt ekki séð svona einbeittan og skipulagðan brotavilja fyrir mér hjá svo ungum nemendum.

Í samband við misþyrmingar barna hvort á öðru, þá er ljóst að þau"vopn" sem kennarar hafa, sem eru í flest öllum tilfellum að; veita nemendum tiltal, (fá þá jafnvel til að biðjast afsökunar) og hafa síðan samband heim, eru oft harla máttlaus. Sami aðilinn fær marga sénsa og getur haldið bekkjar og skólafélögum sínum í heljargreipum ótta og vanlíðunar svo mánuðum ( jafnvel árum) skiptir. Er sammála þeir varðandi lausnarleysið. Hvað er til ráða? Fjölskyldan getur ekki /vill ekki taka á þessum málum, félagslega apparatið virðist bæði vera undirmannað og ráðalaust, svo hefur skólinn heldur ekki mannskap né fjárráð til að taka nægilega vel á málunum.

Anna Þóra Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Inga María

Sæl Anna Þóra!

Ég vil nú ekki beita neinum vopnum á nemendur mína enda ef ég gerði það yrði ég líklega fljótlega kærð er það ekki?   En ef ég yrði bitin, klóruð eða kýld af nemendum mínum þá tæki ég ekki vel í það að gefa sénsa.

Inga María, 2.4.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

..hehe enda notaði ég nú gæsalappir á þetta. Átti bara við það að þar sem skólaskylda er hérlendis (en ekki kennsluskylda) hefur kennari í raun engin önnur lögleg úrræði heldur en tiltal, fundi oþh. til að beita gagnvart samskiptavanda barna sín á milli.... og vona svo bara hið besta. Sem betur fer dugar það  nú líka oftast......amk. í einhvern tíma.

Kennararnir sem lenu í hremmingunum sem ég talaði um hér að ofan tóku því ekkert sérlega vel heldur - en í nær öllum þessum tilfellum var um börn með einhverskonar geðraskanir að ræða - samt var kerfið sem átti að vera til hjálpar þungt og seint í vöfum.

Anna Þóra Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband