Meiri barátta...

Ég hef  einhversstaðar gert vitlausan samning um mína lífsleið..það velur enga þessa sem ég er á held ég....hlýt að hafa tekið rangan stíg eins og hún dóttir mín kallar það í Vietnam.

This life must be a test, if it were the real thing we'd be given better instructions.

En auðvitað hljóta stigarnir margir að hafa verið réttir...en ein ákvörðun um e-ð hún leiðir alltaf til annarar er það ekki?

Annasöm vika hjá mér liðin og því miður lítið verið við kennslu, samningamál og þing Kennarasambandsins, gubbupest ofan í það, eldri sonurinn kyrfilega fallinn og týndur en tjáði mér að fíkniefnaskuldir væru það miklar að hann sæi enga lausn úr þessu.  Nú svarar hann ekki síma og lætur ekkert vita af sér. Við pabba hans ætluðum að tala saman í dag og reyna að hafa upp á honum sem vonandi tekst og einhver vilji svo taka við honum en lífsneistinn hvarf úr augunum á honum smátt og smátt þegar hringurinn þrengdist og enga vinnu að fá.

 Minn ektamaður fór í sína reglulega myndatöku til að fylgjast með vexti æxlis sem eftir varð í höfðinum á honum...og nú kom að því...Undecided..eitthvað er að gerast þar svo nú er það frekari rannsóknir á mánudag.  Það er einhver að segja okkur að við höfum ekki nóg að gera...getur það verið.  Hann tekur þessu illa og talar um að hann nenni ekki í aðra aðgerð...en hvað annað viltu gera spurði ég hann?   Þýðir ekkert að hugsa á versta veg...fáum ekkert að vita fyrr en á þriðjudag svo við söfnum orku þangað til.

Hinn fíkillinn minn er að gera það gott og stendur sig vel og það sem er kannski frábærast er að upplifa hvað hún er hamingjusöm..með Guði og er að vinna í sjálfum sér og sínum tómleika eins og hún kallar það.  Vill draga alla með sér á samkomur..en gott mál.

Ömmusonur er búinn að vera hjá pabba sinum þar sem amman er alltaf að fundast e-ð og veit ekki hvort okkar var ánægðari þegar ég náði í hann í gær á leikskólann. 

  InLove Prinsinn minn skipuleggur nú alltaf okkar kúru stundir...og lætur pabba sinn skera niður ávexti og dekra við okkur á allan hátt.  Við reynum bara öll að dekra við hvort annað þessa helgina og svo sjáum við bara til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

stundum er einmitt bara best að kúpla sig niður og fá sér ávöxt

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 12.4.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Sæl Inga María.

Sá einmitt litla prinsinn þinn í sundi í gær og það rann í gegnum huga minn þegar ég heyrði hann tala við vin sinn í pottinum " En hvað þetta er flottur strákur og með mikinn karakter." Svo mundi ég auðvitað hver mamma hans er og þá fannst mér þetta bara eðlilegt. 

Það stendur einhvers staðar að lífið (Guð?) leggi á fólk byrðar í réttu hlutfalli við það sem það þoli. Í þínu tilfelli, er einhver þarna upp sem hefur ótakmarkaða trú á styrk þínum og hæfileikum.  Sendi þér mínar bestu bar8-kveðjur og knús.

Anna Þóra Jónsdóttir, 12.4.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Inga María

Takk fyrir það..veit samt ekki með bakið..það er að gefa sig

Prinsinn minn, dekurdollan eins og systkini hans öll kalla hann  er frábær..stundum eins og gamall karl með allar heimsins áhyggjur á bakinu en flesta daga bara níu ára gutti sem stefnir á það að vera heimsins besti fótboltamaður

Inga María, 13.4.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband