Er allt farið?

Síminn hringdi um hálf tólf.....minn maður kominn inn á vöknun og allt gekk svona glimrandi vel....allt æxlið náðist og nú er bara að láta það ganga svona vel áfram sagði doksinn.   Hann sagði að bara á þremur árum hefur tækninni fleygt það fram að nú væri hægt að....útbúa nokkurs skonar hnattlíkan af höfðinu..meinið staðsett og svo er farið inn með þessum nýju tækjum.  Eins stytti það aðeins aðgerðina að doksi fór í hjólförin frá fyrri aðgerð..opnaði titan dyr..og þar fyrir innan beið skemmda vínberið eins og það er kallað á þessu heimili.  Fór svo og hitti minn ástkæra um þrjú og hann var feginn að sjá mig....held að á viðkvæmum stundum hafi hann álitið að hann mundi bara ekki hitta neinn á ný.  Pirraður, svangur og með höfuðverk..sagði hann og ég átti bágt með mig að segja ekki en ekki hvað kallinn minn!   Hann sagðist hlakka til að koma heim og uppgötva hvort við hin gætum dekrað við hann en það er hans hlutverk hingað til að dekstra við okku öll.   Kíki á hann aftur í kvöld með öll knúsinn sem hann hefur fengið í gegnum mig í dag...þá er gott að eiga góða að sem koma og sitja yfir gersemunum hér heima á meðanHeartHeart

Prinsinn hefur verið upptekinn í allan dag..fótboltaæfing og afmæli og undravert að sjá hvað allt þetta umstang á foreldrum og systkinum raskar lítið hans ró.   Hann spyr..vill fá svör og svo inn á milliHalli litli sefur upp í á milli mömmu og pabba.  Ömmusonur þurfti nú endilega að taka upp á því að slasa sig í morgun...tennur fóru í gegnum tunguna... og þegar leikskólakennarinn hringdi..þá var amma gamla ekkert að æsa sig yfir þessu og bað hana að skola munnunn..setja ísmola upp í hann og hún fékk að vita að ég  mundi ekki sækja hann.    Já..svona er lífið á þessum bæ InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

jessssss

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.4.2008 kl. 20:06

2 identicon

Frábærar fréttir! Til hamingju með bæði aðgerðarárangurinn og makalaust æðruleysið, þú ert nú ekkert venjuleg! Hlýjar kveðjur upp á Landsa og til þín og þinna.

Vilborg Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:05

3 Smámynd: Letilufsa

Gott að heyra að þetta gekk svona vel  

Bestu kveðjur Fjólus

Letilufsa, 1.5.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband