Dramaprinsessan mín

Get ekki staðist það að segja aðeins frá hetjunni minni...mínum elsta afleggjara..og hennar frábæru draumum sem hún gerir allt til að láta rætast.  Fyrir viku vissi ég að takmarkið væri eitt...að hitta á goðið sitt..Friðrik Danaprins.  Eins og oft áður hristi ég bara höfuðið yfir hugmyndum hennar en hún sagði þá bíddu bara...ég á eftir að hitta hann!! Á undanförnum árum hefur hún verið með Danaveikina Crying sem lýsir sér þannig að það er eins og hún sé með óráði...dreymið augnaráð, klæðist rauðu og bara eitt tungumál í boði...já rétt...vi snakker danskGrin  En alltaf tekst henni það..að safna og biðja um styrki hér og þar og út fer hún með aðstoðarmenn..og drekkur í sigég og Friðrik danska menningu í nokkra daga.  Konungsbornu börnin hans Friðrik eru líka í guðatölu og hún sendi þeim gjafir þegar þau fæddust..og viti menn fékk þakkarkort frá Amalíuborg.   Viss geðveiki segi ég...en hún lætur þetta rætast og eins og sjá má á mynd...þá hitti hún þessa elsku og er eins og hengd upp á þráð þarna af stressi.   Held að prinsinn hafi smellt á hana koss.....og hún mun aldrei þvo sér framar.InLove  Hún hringdi áðan og sagði að mbl. væri að koma og taka viðtal  við sig vegna áhugans á prinsinum....hmm Heart  og eins tók útvarp Saga viðtal við hana sem fer út í loftið á föstudag um fjögurleytið.  

Stolt siglir fleyið mitt...hún er hetja þessi kona!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er bara frábær.

vinkonan (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 19:11

2 identicon

Hey.

Vá svakalega er hún Rakel alltaf dugleg. Gaman ad sjá myndina af henni med Fridrik. Mamma trúir thví ekki ad thetta sé prinsinn ;)  Hvar hittust thau langar Mommu til ad vita ?

Gott ad sjá ad Siggi sé ad braggast aftur i fyrra horf, flott hjá Hallvardi og strákunum ad ná í verdlaun í hlaupinu.

Skiladu kvedju til allra frá okkur og knúsadu sjálfa thig frá okkur.

Reynum ad senda smá hita og sól til ykkar.

Peta, mamma og Saevar

Peta, Mamma og Saevar (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:05

3 identicon

Hún er snillingur eins og mamman.

Kveðja að vestan MH

Margrét Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

svona á fólk að vera ... láta verða af hlutunum ... frábært ! ... ég hefði líka orðið uppspennt að hitta prinsinn, hann er gordjöss !!!

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.5.2008 kl. 22:39

5 identicon

"Follow your bliss" sagði merkur maður, Joseph Campbell að nafni.  Draumar eru til að láta þá rætast, flott hjá þinni! Væri nokkur smuga að fá sýni af þessari dönskubakteríu til að smita einn 13 ára sem hefur mínusáhuga á því að tileinka sér þetta lidelige tungumál? Þarf að gerast fljótt, dönskuprófið er í næstu viku!

Vilborg (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 22:02

6 identicon

Sæl Vilborg!

Ég væri alveg til í að smita þennan 13 ára af dönskubakteríunni en hann þarf þá að komast frá til að hitta mig en hef þú hefur áhuga sendu mér þá póst og ég svara um hæl

Rakel Árnadóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:56

7 identicon

Flott hja Rakeli!!!!!

Katrin (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 03:53

8 identicon

Komin til Hue, mid vietnam nuna. Ekki viss um ad eg se alveg til i ad koma heim strax, tvi midur elsku mamma! er e-r torf fyrir mig??

haltu afram ad leita af dodda, hef ahyggjur af honum... og svo er eg raend manadarlega lika... verd i sambandi! xxxx

katrin (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 03:55

9 Smámynd: Inga María

...afhverju var mér ekki sagt ÞAÐ....ef þú lærir dönskuna vel..þá kyssir þig prins!

Hvað eru kennarar að hugsa í dag... 

Inga María, 9.5.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband