Þeytisprettur.....

Já nú er vikan..vikan sem ég hélt nú að mundi skjóta mig á kaf liðin..og allir í lagi held ég.  Pillurnar fóru vel í minn karl, höfuðverkur að gera honum lífið leitt en aðrar aukaverkanir í minni kantinum. Er kvefaður en er samt farinn á völlinn eina ferðina enn. Minn ektakarl farinn að halda dagbók svo ég geti skemmt mér við það að lesa hvað hann er að hugsa svona rétt á meðan hann hangir svona heima...en þetta eru hans orð.InLove

Ömmusonur var í aðlögun þessa vikuna og amma gamla var eins og jójó út úr vinnu og í aftur nokkrum sinnum á dag.  Þetta hefði nú ekki verið mögulegt nema vegna yndislegra nemenda og skilnings á mínum vinnustað.  'Eg sinnti málum Barnaverndar og tel mig hafa lokið þvi máli....að sinni!

Ég rak elsta soninn að heiman fyrir viku og fór hann til pabba síns en sagan segir að málin séu þar ekki í góðu máli enda ekki um lækningu að ræða heldur bara að ég vildi hann út héðan áður en minn maður byrjaði í lyfjameðferðinni.  Hann var á leið í vinnu en eins og í góðu handriti þá er hann ekki byrjaður í henni.... svarar ekki síma og ekki hringir hann í múttu sína Woundering

Aðrir afleggjarar..hmm eru uppteknir við það að hringja í múttu sína og hefja símatalið á vandræðum sínum eða því að ég þurfi að redda einhverju eða gera e-ð....og múttan ekkert mikið glöð með þetta.

Ég, prinsinn og ömmusonur erum búin að vera rosalega dugleg þessa vikuna...kynnast heilum her af góðum konum á nýja leikskólanum...guttinn er búinn að læra að hjóla þar sem amma hleypur með honum um allt hverfið og þykist halda í jakkann svo hann trúi á sína getu..LoL mjög brosleg sjón!  Erum búin að setja sumarblóm í potta.., erum búin að taka til í fatahrúgunni þeirra og heill bunki sem bíður þess að fá nýja eigendur...affrystum frystirinn á tólf mínútum með hárþurkkuna að vopni.  Ömmusonur gisti svo hjá pabba sínum síðustu nótt og prinsinn fékk að gista hjá vini svo þá varð kátt í höllinni eða eins og einn góður göngutúr til góðra vina.

þar til næst...Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ó ef þessir afleggjarar myndu vera eins og við lögðum upp með þegar við bjuggum þá til ... gott að heyra að gengur vel í lyfjó og vá hvað ömmustrákur er heppinn að fá að vera hjá ömmu sín

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 1.6.2008 kl. 20:03

2 Smámynd: Ragnheiður

Býrðu nokkuð á Álftanesinu ? Hér hefur nefnilega kona hlaupið um með smástrák sem er búinn að læra núna að hjóla sjálfur og einn hehe.

Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Inga María

...nei ekki á Álftanesinu en þar eru augsýnilega skemmtilegar ömmur..sem nota grislinga sem afsökun til að sýna sig og sjá aðra..

Inga María, 2.6.2008 kl. 12:46

4 identicon

Ég veit ekki hvar ég væri án þín mamma ... þú ert hetjan mín og kletturinn minn . Gaman að sjá hvað ömmusonurinn er að blómstra og hlakka ég endalaust mikið til að eyða meiri tíma í hann og fá að vera venjuleg mamma það er minn heitasti draumur.  Einn dag í einu  ... vilji , vinna og þolinmæði.  Ég bið Guð um að vaka yfir ykkur á hverjum degi og gefa ykkur kraft og kærleika .  Elska þig kelling

Jesúhopparinn (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 05:35

5 identicon

Sælinú! Tölvan mín er rænulaus (verður lögð inn í dag) og öll netföng og aðföng þaðan mér útilokuð.  Var að taka saman tossalista yfir hressandi vítamín og bætiefni fyrir Minn heittelskaða af ágætri síðu um þess háttar, datt í hug að senda þér hana ef þar væri eitthvað sem gæti gagnast ykkur líka. Hún er skrifuð af syni konu með 4. gráðu æxli, hann hefur verið tíður gestur á Temodar-póstlistanum hjá Yahoo og veit nokk hvað hann syngur.  Slóðin hans er sem sagt  http://home.comcast.net/~iaa/  Bestu kveðjur og óskir um meira af góðu gengi, Vilborg

Vilborg (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband