Væntumþykja...og hlýja

Stórfjölskyldan kom hér saman og fyllti hvert pláss....yndislegur dagur til að minnast pabba þar sem við borðum saman og gengum svo  öll út í garð.  Fjögur ár liðin...og alltaf á mamma erfitt á þessum degi og þá er gott að geta safnast saman og tekið utan um hana og verið til staðar.   Ef pabbi hefur fengið að ráða þá er þetta dagurinn.... allir eru í fríi og allir geta komið saman InLove ...og alltaf bætist í hópinn þó mínir afleggjarar láta nú ekki sjá sig frekar en endranær. 

Leynifélagið leggur í hann í fyrramálið...verðum samkvæmt dagskrá prinsins í dýragarðinum eða í Svíþjóð um þetta leytið á morgun.  Loksins fæ ég að prófa það að taka litla viðskiptatösku inn með mér í flugið og þurfa ekkert að bíða eftir farangri....lítill hlutur..en  fær mig til að hlakka til!

Minn ektakarl er búinn að vera að laumupúkast með litla bók...skrifandi allt og ekkert niður í hana og eftir smá forvitni frá mér þá viðurkenndi hann að hann vildi ekki gleyma neinu þessa daga...meðal annars það að fara með ömmuson á leikskólann í fyrramálið..Grin.svo mín var bara sniðug og setti áminningu í símann hjá honum sem pípir nokkrum sinnum á dag til að minna á  skemmtilega hluti....eins og það að brosa....slappa af og hlakka til....við erum bara í þrjá daga.

Við erum góð með okkur flottur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð, leynifélagar! Sjáumst þegar þið komið heim, hlakka til að heyra ferðasöguna

Vilborg (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 22:35

2 identicon

vildi að ég og minn litli værum með í þessu leynifélagi. Góða skemmtun

vinkonan (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 22:42

3 identicon

Goda ferd!!! xxxxxx knus

Katrin (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 11:07

4 identicon

i sambandi vid tennan vodafone reikning. skradi mig ur frelsi tvi pabbi vildi geta nad i mig i vietnam tar til eg fengi mer local simkort. hann aetladi ad borga. taladu vid hann. xx

Katrin (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband