skellihlátur

Það er svo gott að hlæja og fylla á orkubrunninn.  Skellihlátur minnir mig á heimasætuna mína í Víetnam sem veit ekki neitt verra en að lenda í hláturköstum með mér, á milli kviðanna heyrðist í henni stopp mamma.. stopp sem vakti annað kast hjá mér og við enduðum báðar hálfgrátand...en hlæjandi.  Vöðvar sem við vissum ekki af aumir lengi á eftir.  Ef ég hef ekki hlegið lengi...þá er tilfinningin eins og ég ímynda mér að kampavínsflösku liði..hmm..sem hefur verið hrist rækilega en tappinn er fastur svo ég legg mig í líma við að finna e-ð til að hlæja af...sem er nú margt og mikið það er bara að finna það og matreiða það þannig að hægt er að brosa af.

  Yfir þessu myndbandi skellihló ég....ein heima...Grin

 Að hláturinn lengi lífið það veit ég ekki um því þá hlýtur gráturinn að gera það líka..og allt eru þetta tómar klisjur en gott er að gera bæði í bland.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Barnabörnin mín elska hann í tætlur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Íris

Vá bara 2 á dag hehehehe

Íris, 11.8.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: www.zordis.com

Hann Hr.Baun er yndislegur!  Hrikalega skemmtilegur og kitlandi fyrir kapavínslungað!

www.zordis.com, 13.8.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband