bara afgangar...

Smile..Ekkert nýtt að gerast í höfðinum á mínum karli.        Nýtt í merkingunni óæskilegt!

Þar sem æxlið var eru einhverjar leifar...æxlis eða æða... en hvað sem það er þá skiptir það engu um framhaldið.  Doksinn hefði ekkert verið hissa þó annað æxli hefði verið þarna á flæking, sagðist oft hafa upplifað það þó að lyfjameðferð stæði yfir en þetta er sem sagt gott mál og næsta myndataka er  í október, eftir síðasta lyfjakúr.  Fjórða lota hefst í næstu viku og þreyta svolítið farin að herja á minn mann.   Hann er allt of duglegur, leyfir sér ekkert að hvíla en svo öðru hvoru þá segir líkaminn stopp og þá liggur hann í marga tíma.     Ég þarf alveg að passa mig að koma ekki fram við hann eins og eitt af börnunum og skipa honum að leggja sig en missi mig stundum þegar hann fer offári í vinnusemi.  

Fíkillinn enn inni á Vogi og stefnir á að fara á Vík, þar er reyndar allt fullt eins og allsstaðar en  eitthvað á reyna að troða þar inn.  Einhverja daga verður hún...hér úti...áður en hún fær þar inn en helst vildi ég nú steypa hana niður eða bara slökkva á henni þann tíma.  

þar til næst...InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Mér finnst þetta frábærar fréttir með ektamanninn þinn krúttan mín!!!!!!! Þetta er allt að koma hjá ykkur. Ohhhhh hvað mér líður vel í hjartanu núna þegar ég er búin að lesa þetta. Er sko búin að bíða með öndina í hálsinum eftir að heyra hvað kom út úr heimsókninni til doksa hjá ykkur.

Ég hef staðið í sömu sporum og þú með fíkillinn og trúðu mér að það er alltaf von. Þetta er ekki auðvelt en ég veit þið getið þetta eins og annað sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Knús á þig elskulegust.

Tína, 13.8.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Ragnheiður

Knús á þig...mér varð á að brosa þegar ég las orðalagið "að ekkert nýtt væri að gerast í höfði eiginmannsins"

Hversu oft höfum við konur einmitt kvartað yfir slíku og þá með æxlislausa menn ?

Hafðu það gott skvís, ég skil alveg pælinguna með að slökkva á sumum

Ragnheiður , 13.8.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Íris

Góðar fréttir af kallinum og vonandi stendur nafna sig

Íris, 13.8.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: www.zordis.com

Ég hugsa nú bara VÁ þegar ég les færsluna þina, svo jákvæð og björt kona í erfiðum sporum.

Með von um að allt gangi upp hjá ykkur. 

e.s.  (það er svo margt sem býr í hjartanu og ég kem ekki orðum að ....)

www.zordis.com, 13.8.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Letilufsa

Frábært með kallinn þinn!

Tek ofan fyrir þér og þolinmæði þinni, viðhorfum og að því er virðist endalausu baráttuþreki.

Letilufsa, 13.8.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Óska ykkur áframhaldandi bata og þetta með að slökkva á einhverjum, þá hef ég oft óskað þess að geta slíkt.  Kær kveðja og kærleikur   Heart Beat Good Night 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 01:15

7 identicon

Kæra móðir sendi þér baráttukveðjur, ég á sjálf son sem er Fíkill og  ekki ég vel þessa sorg og þennan mikla ótta sem fylgir því öllu, en á meðan það er Líf er Von og Vonin er sterkasta aflið sem við eigum, svo þarf jú líka þessa endalausu Þolinmæði, en eins og þú segir sjálf væri voða gott að  geta Slökkt á þeim stundum og einnig slökkt á sjálfum sér líka. En við höldum áfram að berjast og tökum einn dag í einu. Sendi ykkur Ljós og Kærleik og haltu áfram að vera dugleg og jákvæð. Kærleikskveðja frá mér. Guðný Guðmundsdóttir.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:49

8 identicon

Gaman að hafa rekist á þig í bloggheimum! Við erum að fara saman í námið í vetur, sá það inn á heimasíðun námskeiðsins! Hitti þig þá! bið að heilsa!

ingibjörg sissudóttir

Ingibjörg frænka (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:28

9 identicon

Sjúkked, Guði sé lof fyrir þessi góðu tíðindi - fór einmitt að hlæja að orðalaginu í byrjun færslunnar, er líka ákaflega glöð þegar ekkert nýtt er á ferðinni í kollinum á Mínum heittelskaða    Lyfjameðferðin er greinilega að svínvirka og svo er að vona að meðferðin hjá stúlkunni þinni gangi jafnvel en að hins vegar þá komi eitthvað nýtt upp í hennar kolli...!

P.S. Kaffi Hallveig opið fram að hádegi flesta daga ;)

Vilborg (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband