líf, bros og takkaskór!

Til þeirra sem hafa saknað mín!

Sérhverjum degi

má haga svo

sem væri hann

síðastur allra

og ævin á enda.

Gefi okkuur Guð

í ofanálag einn dag enn,

þá skulum við taka honum

fagnandi.

°             Seneka

 

Ég hugsa oft til ykkar,hvað get ég sagt við ykkur, fáránleg heitin í ruglinu orðin svo mikil að söguþráðurinn er orðin það flókinn  að það er ekki fyrir neinn mann að skilja hann. 

Við erum hér...vildum svo geta sagt e-ð betra en hver var það annars sem sagði okkur að þetta yrði létt..en oft er það samt gaman...og fyrir marga sem ekki skilja það þá er hægt að brosa, hlæja og stunda sína vinnu...því hitt er ekkert betra ...hitt hvað... og hvað með það....fótboltamót hjá prinsinum á morgun og hann vaknar spenntur til að kíkja hvað Stúfur hefur skilð eftir sig.  

Guðmóðir hans ...(þetta hlutverk InLove.....er þarft í dag)....fór með hann í bæjarferð..og ekki nein von um að hann uppljóstri um hvað fór fram og ég má sko ekki kíkja í pokann. ...en þessir heimalningar mínir, ömmusonur, heimasæta og prinsinn fóru öll  í heimsreisu....og við skötuhjú gátum farið af bæ......og tekið út kærustupar sem endilega vilja vera par...mín lærði þar að koníak er ekkert svo slæmtHeart

Takk fyrir góðar hugsanir...

Þar til næstInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Knús.

Sumt er flókið.

Ragnheiður , 14.12.2008 kl. 01:27

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

það eru nefnilega svo margir sem halda að ef erfiðleikar steðji að eigi maður bara að sitja heima og vola ... hvað er fengið með því ?? mér var kennt það í upphafi batagöngu minnar að það er ekkert þarna úti að fara að breytast, lífið heldur áfram að gerast, ég ber ábyrgð á mér, minni hamingju og velferð ... ég hef sem betur fer ekki fengið að velja mér sjálf mín verkefni, því að þá hefði ég aldrei lært neitt, en ég hef val um það undir hvaða tónlist ég ætla að dansa þennan dans ... þetta kom bara í hugann við að lesa færsluna þína já og ps það er engin fótboltakappi í minni bumbu, heldur ballettmær ... get ekki skrifað það á mína síðu því að tengdó vill ekki vita kynið og ég veit að hún les stundum *knús*

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 14.12.2008 kl. 09:54

3 identicon

Hlýjar hugsanir til þín og ykkar allra. Þraukaðu áfram, mundu að þér farnast vel á hverju sem dynur. Og þú átt inni hér kaffibolla og smákökur m/spjalli oná, verður að koma fyrir jól í kaffi áður en allt klárast!

Vilborg (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: www.zordis.com

Að taka því sem höndum ber að njóta tímans saman og í sundur, að njóta verunnar er gullsígildi,

Jóla knús til þín jákvæða og bjarta kona!

www.zordis.com, 16.12.2008 kl. 18:45

5 Smámynd: Tína

Miklu betra og skemmtilegra að taka á erfiðileikunum með dassi af húmor og brosi á vör. En nauðsynlegt samt að leyfa sér að gráta öðru hvoru.

Hvað er að frétta af bóndanum þínum? Hvernig heilsast?

Jólaknús á þig duglega kona

Tína, 18.12.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband