tvö þúsund og níu...?

IMG 0303Nýtt ár kemur með e-r spennandi verkefni...ekki ætla ég að efast um það...

Ef ég ætti val þá mundi ég vilja skjóta voninni hátt á loft og held ekkert hugsa um annað.  Heilsan ekki góð hjá mörgum hér og ég geng á marga veggi í leit að einhverju til að styðja mig...en það kemur dagur á morgun og svo annar eftir það..en ég gafst upp á því að láta sem allt væri í lagi..á ekki nógu stórt teppi til að breiða yfir það allt en allt annað ....er í lagi     

 

Ektakarlinn fær það í afmælisgjöf á morgun að við hin ætlum að fara með hann í bíó..já og leyfum honum að velja...en þar sem Bond karlinn er bannaður litlum drengjum sem eru myrkhræddir þá er von til þess að okkar sjónarmið komist að.

Prinsinn á svo tíu ára afmæli eftir nokkra daga...og viðræður eru strax hafnar um það hvort hann megi bjóða öllum bekknum eður ei....ég hef vinninginn hér...býð upp á ratleik sem endar með óvæntum leynigesti sem íslenska þjóðinn dáir...en þar til er gaman að eiga þessar rökfærslur við ungan pilt!

Gleðilegt ár

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

að vera góð : vera þæg, vera til friðs, ekki stjórnsöm, ekki brúka munn, hugsa áður en ég tala, vera kærleiksrík, vera umburðarlynd ... þú þekkir þetta

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 1.1.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með bóndann í dag! Steingeitur eru flottar og seigar .... knús á þig og spurning um að ganga með hjálm .... En ég sendi þér knús og takk fyrir góð kynni í sumar.

www.zordis.com, 2.1.2009 kl. 22:46

3 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - gleðilegt ár og megi gæfa fylgja ykkur öllum

Sigrún Óskars, 4.1.2009 kl. 11:03

4 identicon

Til hamingju með prinsinn.

Vinkonan (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband