Þriðju lotu að ljúka

Mikið framtak sem fór hér fram í dag...kort í umslögum sum hver, voru  lesin, jólakort heita þau víst.  Búin að vera gjóa augunum að þessu fjalli þarna í nokkrar viku eða hvað...hvenær voru jólin?  Sumt er bara ekki tími til eða hugsun á að gera.  Þessi tími fer allur á einn stað...er bara tíminn frá því að minn ektakarl fór síðast í aðgerð og á morgun er það síðasti lyfjaskammturinn. Var alls ekki viss um það hvort lyfin kæmu í hús þar sem minn maður hefur verið ansi slappur síðustu skiptin og þau farið virkilega illa í hann.

Kvíði, spenna, álag, gleði, svo mörgu að sinna en alltaf tími til að gera einmitt það sem ég vil vera að gera en ekkert endilega það sem ég þarf að gera enda kemur það oftast að mér aftur í einhverri annarri mynd þá. 

Heimasætan að gera mig ...,já það er hægt..var bara búin að tapa geðheilsunni fyrir,  ödipusarduld eða skynjunarmyndir er ekki e-ð sem ég kýs mér að liggja yfir þegar prinsarnir þrír eru sofnaðir...þá vil ég ekki tala og ekki hugsa!  Heimasætan er líka sú sem fær mig til að fá hláturskast öðru hvoru...litla stelpan mín sem fer hálfan höttinn í leit að ævintýrum...en veit ekki hvar hlutirnir eru geymdir hér í eldhúsinu.   Ekki annað hægt en að hafa gaman að henni...segi alltaf að hún er skýrt dæmi um hvernig fólk getur forgangsraðað eftir áhuga. 

Er alveg búin að fatta það afhverju við konur erum ekki að eiga börnin fram á elliheimilisaldur...já er að nálgast hann í reynslu...það getur ekki verið hollt að eiga börn á öllum stigum skólakerfisins og held að einnig að ég sé ekki forrituð fyrir þetta allt saman að minnsta kosti er þetta allt farið að ruglast svolítið fyrir mér.  Oft á tíðum velti ég því nefnilega hver er á hvaða stigi...þó að aldursmunurinn er mikill þá er þörfin fyrir eða á mig...enn til staðar. 

Höndin  er óspart notuð sem...talaðu við hendina þegar ég er yfirfull af vitneskju um ekki neitt og er að hlaða upp...takk reynið síðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Fá orð lýsa því sem mig langar að gera, segja og hugsanlega vera. Í nótt ætla ég að læða mér í draumaheim þar sem morgundagur miðast við rask svefnsins. Tína nokkur kærleiksfræ og senda þér yfir hafið ....

Knús til þín ljúfa kona!

www.zordis.com, 16.3.2010 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband