Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir!

Það heldur allur fjöldinn, sem hefur mörgu að sinna,
að hætta sé á ferðum, ef breytt er gömlum sið,
að gæfa heimsins hvíli á verkum sem þeir vinna,
og vonlaust sé um allt - ef þeirra missti við.

 

Þeir hafa hvorki tíma né tök á því að deyja
og treysta ekki á aðra né þeirra háttalag,
en svo fer þó að lokum, að árin bakið beygja
og bægja þeim frá störfum, einn góðan veðurdag.

 

Og fæsta þeirra grunar, sem fellur þyngst að hverfa,
hve fáir leggja á minnið að þeir hafi verið til.
Þeir gleyma, hverjir sáðu, sem uppskeruna erfa,
og æskan hirðir lítið um gömul reikningsskil.

 

Við iðjumannsins starfi tekur annar sama daginn,
og ef hann deyr að kvöldi, tekur næsti maður við.
Lífið yrkir þrotlaust ... en botnar aldrei braginn,
en breytir fyrr en varir um rím og ljóðaklið.

Davíð Stefánsson

 

InLove...stelpan mín 27 ára í dag...á góðum stað og á morgun er stór dagur hjá ömmusyninum...við     ætlum okkur að eigast....og allir sáttir við það!   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

til hamingju

Ragnheiður , 18.5.2010 kl. 13:21

2 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju og kær kveðja í kotið!

www.zordis.com, 27.5.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband