Frið...að fá frið...að njóta friðsins...

Hlátur á að lengja lífið er sagt, brosið fer langt með það en það er merkilegt hvað maður getur stundum hlegið þó að tilfinningin sé að hjartað gráti.   Sakna  þess samt að geta ekki hlegið meira....það eru rosalega góðar tilfinningar sem fylgja því.

Hér áður fyrr gat ég samsinnt því að ég væri með stórt heimili en í dag þar sem færri heimilismenn eru þá upplifi ég það að ég sé með enn stærra heimili og utanumhald, aldurinn eða álag?

Ömmustrákurinn búinn að upplifa sitt fyrsta fótboltamót og það að geta sofið án ömmu sinnar...og það er virkilegur sigur!   Við fórum svo öll og fylgdum prinsinum norður á fótboltamót, minn ektakarl kom með flugi og sá og sigraði því annað eins af kossum og knúsum fékk hann þarna frá fólki sem hann ýmist kannaðist ekkert við eða gamlir og nýjir vinir.   Tárin spruttu fram við margvísleg tilefni þarna hjá mér og margar hugsanir spruttu fram.

Annars tekur minn ektakarl  einn dag í einu...fótboltaleikir út í eitt en sér held ég ekki fram á bjarta tíma að hafa mig svona mikið heima við næsta árið...ég fer í fríið!!!!!..

Ég verð að hafa mig alla við að finna mér e-ð áhugamál sem til að byrja með verður líkaminn....taka hann  í gegn...nudd, hotjoga, leikfimi og sund. 

Líðanin ekki alltaf sem best hjá honum , höfuðverkir og óhljóð að gera honum grikk fyrir utan það að lamaði fóturinn er ansi oft að rekast í e-ð og jafnvel gefa sig undan honum. Minnileysi líka að angra hann en  þrjóskari karl er varla hægt að eiga og það að koma að honum með sláttuvélina úti og í næsta andartaki taka flugið yfir hana fær mitt hjarta á flug...en alltaf stendur hann upp, blótandi en áfram heldur hann.  Ég prófaði það að leggjast niður og reyna að standa upp án máttar vinstra megin en varð að gefast upp. 

Myndataka eftir mánuð og staðan er sú að ekkert kemur mér á óvart, þetta eru búið að vera furðulegt ár, ár óeirða í huga og kropp... vonin dugar skammt og einhver lengst inn í mér  ákallar á hjálp...en ég og þessi rödd vinnum ekki saman og oft spyr ég hvað getur sökkvandi skip....sokkið oft.

InLove..þar til næst

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinkonan í Fléttó (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband