mamma, pabbi, börn og fleiri börn

Amma vaknaðu...heyri ég sagt í gegnum draumaheiminn..amma bílarnir eru vaknaðir þannig að klukkan er komin.  Ég hristi af mér drauminn og svara guttanum að hann verði að bíða eftir að síminn minn  pípi og ýti mér fastar ofan í koddann.  Það næsta er að ömmusonur er kominn með símann og segir hátt og skýrt..amma klukkan er átta tuttugu og fjórar...er námskeiðið mitt ekki að byrja?    Eins gott að vera í góðri æfingu að vera fljót að koma liðinu úr húsi á morgnana, en þar sem ég ákvað fyrir mörgum árum að vera helst ekki með klukku nærri mér þá er mér nær þegar þessar stundir ..að sofa yfir mig...gerast.  Annars er ömmusonurinn sú besta klukka sem til er...hann er alltaf með það á hreinu að dagurinn er byrjaður og þá skiptir ekki máli hvort klukkan sé sex, sjö eða átta.

Önnur hlið á teningnum þegar kemur að svefntíma yngri ömmusonar...hann vill fara seint að sofa...sér engan tilgang í því  að sofa og vill svo helst kúra og sofa sem lengst á morgnanna....en hér er engin miskunn.  

Nú eru allir á heimilinu í fríi og jarnbrautastöðva tilfinningin kominn aftur upp í hugann, það er alltaf einhver að fara eða koma....stundum allir á staðnum eða ég sit ein upp í sófa með góða bók og það eina sem ég geri á þeim stundum er að setja í vél...og inn í þurrkara. 

Heimasætan á fullu í undirbúning á ferð sem hún er að fara til Suður Afríku og verður í níu mánuði í þetta skiptið.  Þessi elska fékk styrk til að vinna við sjálfboðavinnu og að sjálfsögðu lætur hún það happ ekki úr hendi renna...en strákarnir flytja í herbergið hennar á meðan og hver veit hvað gerist næst...en þessi elska þarf líklega að sofa með frændum sínum þegar hún kemur aftur og lýkur námi.

Minn ektakarl gerir nú ekkert annað þessa dagana en að brjóta stóla hér og þar og það fara tvennar sögur af ástæðunum..hann er svarthvíta hetjan mín, stendur alltaf upp og fer sínu fram þó margt á  móti blási.

Er bún að vera nísk á fjölskylduna mína er hér fáið þið loksins að sjá allan hópinn

ing_06_1010537.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur hópur sem þú átt.

vinkonan (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 07:37

2 identicon

Stór og falleg fjölskylda, bestu óskir til ykkar.

Ásta.

Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 14:39

3 identicon

Glæsilegur hópur og góðir nágrannar :)

Arnheiður Edda (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 22:59

4 Smámynd: Ragnheiður

flottur hópur ..það er met að sofa yfir sig í sólinni en ég gerði það í gær.

Knús mín kæra

Ragnheiður , 21.7.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband