Er alltaf hægt að hrósa tilverunni..

Lífið jú heldur áfram en erfitt getur það verið fyrir suma....en ég var að lesa bloggið hennar Þórdísar T og sú kona hefur kraftinn..og látið okkur hin finna til...afhverju má ekki segja að þetta sé óréttlátt.  Hræsni að segja að þörf sé á sumum annars staðar þegar  þörfin er skýr hérna.  Svo er alltaf hægt að loka augunum og hugsa ekkert um þetta en samt hugsa um leið...þetta kemur ekki fyrir mig!

Flest kemur nú samt fyrir mig..og svo sem allt i lagi að prófa sem flest...tilfinning sem minnir á að vera í  rússíbana...hvað er næst en samt reyna að hafa stjórn á honum.  Oft er það kannski eitthvað pínu sem getur gert allt mjög erfitt...jafnvel hugsunin um það..en reyna samt að vera við stjórn.  En ekki get ég stjórnað Kötunni minni sem er á leið til Afriku núna..duglega og hugrakka stelpan mín sem eflist við hverja ferð...en samt valda þessi ferðalög hennar mér smá óróa...en líka stolti.  Allir afleggjararnir mínir eru að standa sig svo vel að jafnvel ég gæti ekki gert beturWink...þau eru efni í heila sögu og þá ekki skáldsögu!  Skrifa hana kannski þegar ég þarf að leggja niður störf í einhvern tíma..hmm.

Huggs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband