Reiðtúr á strút..hvað næst?

 

bleika slaufanNú verður bara allt bleikt í einhvern tíma vegna átaks um að vekja almenning til umhugsunar um brjóstakrabbamein og ég hvet ykkur til að lesa www.bleikaslaufan.is

 Mér gengur bara ágætlega held ég að leika sjúkling en afleggjarar eiga e-ð erfitt með það.  Minn ektakarl dekrar við mig eins og hans er von og vísa...og held að þetta sé eitthvað sem hann sér í hillingum.  Hafa mig í rúminu allan  daginn, slappa og sjúskaða.   Hann er að fara í sína myndatöku á föstudag en skapið hjá honum undafarnar vikur hafa einmitt sagt mér það að hún væri á leiðinni.  Hann fær vonandi niðurstöður sama daginn.  Litla systir kom færandi hendi með margsskonar varning og allt í grænum lit. Fékk froska sokka sem æpa á mig allan daginn því þeir eru svo skrautlegir..en ég er ekkkert að reyna að kyssa þennan frosk!  Nú hlakka ég bara til að geta gefið mér tima til að hitta stoltið mitt, elsta afleggjarann á kaffihúsi og þurfa ekkert að vera að flýta mér..hún er í því að senda mér myndir og þætti sem ég á að horfa á.  Heimasætan í Afríku...ohh það sem hún er að prófa...ég fór að skellihlæja af lýsingum hennar á strútareiðtúr sem hún og vinkona hennar prófuðu en mér er það ómögulegt að gera tengilinn hennar virkan hér á síðunni,,,en held áfram að reyna.Blush  

knús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

erum á leiðinni vertu tilbúin

vinkonan og hinar (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 15:20

2 Smámynd: Letilufsa

Hey skvís á ég ekki bara að kíkja við hjá þér og reyna á tölvukunnáttu lufsunnar??

Letilufsa, 4.10.2007 kl. 10:50

3 Smámynd: Inga María

Endilega....

Inga María, 4.10.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband