Aftur og hvað svo?

Margt að gerast þessa dagana sem fær mig til að hugsa út í lífið almennt..ekki samt eins og það sé í fyrsta sinn en alltaf er það eitthvað sem minnir mig á hvað það er mikilvægt að meta lífið, sjá jákvæða þætti í öllu þessa neikvæða sem er í kringum mig.  Mikið hugsað um það hvenær hætti ég að ala upp börnin mín, ekki mitt að taka erfiðar ákvarðanir fyrir þau þó oft sé það þannig að ég plástra á bágtið.

Móðir, hvar er barnið þitt,
svona seint um kvöld?
Móðir, hvar er yndið þitt?,
þokan er svo köld.

Þokan sýnir hryllingsmynd,
þvöl er stúlkuhönd.
Út úr þokunni líður kynjamynd
með egghvasst járn.

Þetta lag hans Bubba segir allt sem er á bak við mínar hugsanir..og það sem ég vil helst ekki hugsa um en það poppar upp aftur og aftur.  4 vikur í bið eftir plássi á Vog...biðin sem fer verst með alla.  Tengdasonurinn að standa sig enn á ný og litlu prinsarnir hafa litla hugmynd um allt ruglið í kringum þá. Sem betur fer fyrir vini sem skilja og eru til í björgunaraðgerðir aftur og aftur.brostið hjarta 

Takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist að ef það er eitthvað þá er ég tilbúin.

vinkonan (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband