Allt á hreinu

Í dag átti ég stefnumót við elsta afleggjarann minn í Kringlunni...tími og staður á hreinu en nú ætlaði hún ekki að minna mig á tímann.

                         systur...aþ  Ég ákvað að sanna mig og vera einu sinni réttum tíma og sýna þessari elsku að mamma kann þetta enn.  Því eftir margra ára uppeldi þar sem klukkan stjórnaði öllu þá hef ég hætt að nota það apparat.  Hún með allt á hreinu og klukkan stjórnar nú hennar lífi..þarf að panta bíl frá ferðaþjónustunni og þar er ekki mikið pláss fyrir að vera seinn..engar afsakanir teknar gildar.

Ég ákvað líka að vera fyrri til og ljúka því sem ég þyrfti að gera þannig að hún fengi tíma minn óskertan.  Hún byrjaði að versla inn svo það væri búið og þá var ferðinni heitið á Kringlukránna þar sem snæða átti hádegisverð. Eitt augnablik minnti hún mig á ömmu mína sem var með allt svona á hreinu...og ekkert múður með það! 

Franskar og eplakaka með rjóma og ís var á hennar matseðli og vildi hún helst að ég hjálpaði henni að matast því hún þurfti að ræða við mig um mikilvægt mál.  Kann ekki þá tækni móður sinnar að gera allt í einu... tjí hugsaði ég...önnur Danmerkurferð.

Nei það var umræðan um það að hún vill skipta út föðurnafni sínu...27 ára ung kona sem þarf að sækja um leyfi hjá lífföður sínum um að skipta út nafni hans sem er skeytt við hennar.  Hún er svo hrædd um að ég verði sár þegar fram líða stundir...því ekki ætlar hún að verða Ingudóttir...sem hún verður að sjálfsögðu alltaf....   nei  góður maður ( minn fyrrv. ektamaður)  fær þennan heiður hjá ungfrúnni.  Hún er svo ákveðin að ljúka þessu máli að margir mættu taka hana til fyrirmyndar hvað hún er fylgin sér.  En hún er kvíðin..treystir ekki á að lífffaðir samþykki þetta.  Bullið við þetta allt saman er að þurfa að sækja um leyfi...fullorðin manneskja...!

Svo er hún með áhyggjur af systkinum sínum...sem er nú að skriða saman aftur...birtir að nýju hugsa ég....áhyggjur af jóladögum...hvort mannað verður í kjarnanum.  Er þetta allt hugsaði ég.

Þar sem ég sat þarna á móti elstu dóttir minni þá fylltist ég miklu stolti..hún er með allt á hreinu..en samt ekki..þarf að treysta á aðra...en kemur sínum áhyggjum frá sér eins og um lítinn pakka sé að ræða..og þegar umræðan um þær er búin þá hefst næsti kafli.  

Þegar heim var komið þá uppgötvaði ég að kvöldmatur fjölskyldunnar hefði verið í pokanum hennar..hringdi og auglýsti eftir honum...mín tjáði mér þá bara að koma mér yfir og leita í frystinum hún hefði sko ekki getu til að leita í frystinum.   Ég sem ætlaði að dekra við kallinn sem varð nú að sækja sinn mat sjálfur.  InLove

hugs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona nú að þú hafir eldað ofan í kallinn.  Bið að heilsa öllum

Magga (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband