Afleggjarar...köflóttir núna!

Stundum eru vonbrigðin það mikil að líkaminn bregst á furðulega hátt við öllu áreiti.  Áreiti sem margir aðrir mundu kannski ekki kalla neitt neitt!   Kannski þetta séu ekki vonbrigði...frekar sorg í margföldum skammti eins og að fá fast spark aftur og aftur í magann og vera aum lengi..lengi á eftir.  Marblettirnir jafna sig svo á nokkrum dögum og á einhvern hátt er maður ekki samur á eftir.  Ég leggst í hýði....vill ekki tala við neinn og allir eru mjög leiðinlegir í kringum mig.  En sem betur fer fyrir alla þá á einhvern hátt finn ég mig aftur í öllu ruglinu og er til í baráttuna á ný.  Hún er mjög veik stelpan mín og aftur og aftur upplifi ég það að það er ekkert sem ég get gert til að henni batni.  En ég get gert margt annað og það ætla ég að reyna að gera. 

Kraftakarlinn minn var heimsóttur í dag....farinn að búa með vinapari sínu og þarna voru þeir vinirnir í sófanum með sitthvora fjarstýringuna ...í Playstation ...eins og ég upplifi oft með yngsta son minn og vini hans nema þarna voru ungir menn... 12 ár á milli þeirra bræðra en þetta geta þeir gert saman og skemmta sér vel.  En gott mál þvi þarna reynir á og ekkert elsku mamma það er ekkert til í isskápnum. Halo 

Ömmustrákurinn er hér og verður líklega áfram svo ég tók upp fyrri iðju að fara í sund eftir kvöldmat við mikinn fögnuð sonar míns. Þeir hlaupa þarna um eins og á heitu sumarkveldi á meðan ég ilja mér í heita pottinum.  Svo gott að koma  heim á eftir þar sem minn ektamaður er búinn að kveikja á kertum og tilbúinn með nýtt ævintýri fyrir þreytta drengi á meðan ég pikka  þessa færslu inn.

 Heimasætan í Afríku er að upplifa þvílík ævintýri..er yngst í tuttugu manna hóp..og örugglega sú eina sem er fötluð í hópnum...Shocking úpps þetta vill hún ekki heyra....en miða við allt það sem reynir á hana þá held ég að margur ófatlaður maðurinn væri búinn að gefast upp..heyr heyr mín kæra!   Stelpan ætlar eftir ferðina að fara á flakk til Jóhannesarborgar en flýgur ekki til London fyrr en 3.des.  Ferðaplanið er hún með á sinni heimasíðu en tengillinn er hér til hliðar inn á hana.  Á morgun ætla ég á fund míns yfirboðara og biðja um frí til að ná henni heim.  Ég kem og næ í þig stelpa.

Prinsessan danska.....elsta dóttir mín...yndið mitt fallega eins og ég sagði við hana í gær...og hún sagði í alvöru mamma...er ég falleg. HeartHeart  Frábært að koma við hjá henni og stelast í molana hennar..og fá aðeins að dekra við hana.....en ekki að hún kalli það dekur að tannbursta hana og nugga hita í kaldar fætur.  Verst að það sé ekki farið að framleiða hjólastóla með hitahlífum og vindblæstri þegar þess er þörf.  Hún kvartar yfir að ég sé ekki nógu dugleg við að skrifa hér því hér finnst henni gott að fá fréttir af systkinum sínum....kella sem hringir oft í mig...en vill svo lesa um systkini sín...já einfalt og gott.

Með von um einfalda og góða daga

Hugs

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu amma amma amma amma amma amma. 

Takk fyrir skemmtilega og notalega sundferð í gær. 

vinkonan (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband