Ekki kveðja árið...þakka fyrir árið!

Afhverju æsa fjölmiðlar sig alltaf upp og telja okkur almúganum trú um nauðsyn þess að kaupa flugelda af björgunarsveitum.  Þetta eiga að vera auglýsingar en eru settar í dulargerfi sem fréttaefni.    Hvað með hávaðan,draslið og alla aðra mengun sem af þessu hlýst.   Málstaðurinn að styðja útkallsveitirnar okkar....og kaupa ekki af svikurunum sem eru að safna fyrir nýjum jeppum í flotann.

Það er ekki langt síðan flugeldar voru framleiddir hér á landi...og eru kannski enn.   Það eru um tuttugu ár síðan stórslys varð í verksmiðju á Akranesi...þar sem fólk dó.  Vitum við e-ð um það hverjir eru það sem framleiða þetta drasl sem við eyðum stórfé í....engin hugsar um það.   Frá þvi að ég man eftir mér..þá hef ég aldrei haft gaman að þessu....fara út og kveðja árið....afhverju árið.....?     Margir í kringum mig segja að ég sé ekki skemmtilegasta manneskjan á þessu kveldi....en svona er ég...ég er ekki sú sem fer út..dúðuð og segi váá´´aaa...við hverju skoti sem karlinn skýtur upp.  Held samt  að ég hafi einhver áhrif þetta árið..og ekkert verður verslað.   Allt í lagi að hugsa svolítið út í þessi mál.  Veðurspáin er ekki góð....svo vonandi!

monkey_smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit að þú verður bara enn skemmtilegri inni, í hlýjunni með eitthvað gott að drekka.

vinkonan (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband