Tilitsemi...

Að skiptast á að tala...er það sem ég er að reyna að kenna nemendum mínum og að oft er gott að hlusta og hugsa um það sem aðrir eru að segja.  Þetta hef ég verið að reyna lengi, meðvitað...fer á kaffihús..afmæli eða fundi með það efst í huga að nú segir ég ekki neitt heldur verði góður hlustandi.  Þetta hefur oft verið mjög skondið að upplifa því að sjá þann sem er alltaf að reyna að ná orðinu hækka sig bara hærra til að ná orðinu.  Ég eins og margir aðrir hef gerst sek um að taka orðið að öðrum án þess að meina illt....bara jú frekja!

Núna minni ég mig stöðugt á að ég þurfi ekki alltaf að segja hvað mér finnst..og það er miklu skemmtilegra að fylgjast með atferli fólks.... þeim sem aldrei ná orðinu og hinum sem verða að ná því!

 

 JÖKULL1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er voðalega lítið fyrir að þegja í hóp þar sem mikið er talað. En það hefur þó komið fyrir og þetta er rétt hjá þér; upplifunin af fólki verður allt önnur. Og upplifunin af umræðuefninu og samræðunum.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.2.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Letilufsa

Nákvæmlega, en mér finnst bara að ég þurfi svo oft að sega það sem mér finnst  En það er auðvitað nauðsylegt að geta bitið í tunguna og hlustað!

Letilufsa, 3.2.2008 kl. 19:28

3 Smámynd: Inga María

hvað er þetta með kellur eins og okkur...erum alltaf í miðju hóps þar sem mikið er talað..og við kannski mest

Inga María, 4.2.2008 kl. 16:41

4 identicon

Viltu pikka í mig næst þegar þú ert að hlusta

vinkonan (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband