leiðinlega fyrst..svo er bara gaman!

Prinsarnir voru og eru ánægðir að ég hafi yfirleitt skilað mér heim...sáu að kella hafði tekið það rækilega til í fataskápnum að það var ekkert þar sem benti til að ég ætti heima hérnaBlush..svo var flugið fellt niður á föstudagskvöld og það héldu þeir að sjálfsögðu að væri að mínu undirlagi.

Ferðin var frábær, skemmtilegasta fólkið, mikið talað og jú mikið sem ég ekki skildi og þá varð það danskan sem var verst, fáranlega mikið hlegið, veðrið frábært og hótelið eins og góður sumarbústaður og upplifunin var eins og að vera í skátabúðum.  Þú vinnur vinnana þína svo máttu skemmta þér, eta og drekka að vildWink.  Held svei mér að þessi ferð hafi styrkt mína upplifun  að kennarar eru skemmtilegasta fólkið, hvort sem þeir eru frá Íslandi eða ...Grænlandi.   Hlakka bara til að endurtaka þetta.

Minn ektakarl segist halda að hann sé of heimskur til að fatta hvað eru aukaverkanir og hvað ekki InLoveog það að vera þreyttur, syfjaður, höfuðverki stanslaust og með magaóþægindi að það séu  varla óþægindi til að tala um.   Rosalega á ég nú jákvæðan og duglegan karl sem tekur á málunum þannig að um erfitt verk sé að ræða, það þarf að vinna það svo þá er best að vera ekkert að smjatta of lengi á því.  Hlakka til að byrja loksins í sumarfríi og ömmusonur að byrja á sundnámskeiði þar sem við prinsinn verðum á hliðarlínunni.

Pakka vandamálunum niður í lítil hólf, opna eitt og eitt í einu þannig verða þau viðráðanleg.

Knús! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband