svört þoka

Að finna til, engjast, öskra, gráta og um leið óska eftir að heyra frá fíklinum sínum er það ömurlegasta ástand sem ég veit um..veit varla neitt verra en  ég hef með tíð og tíma lært að slökkva á þessari tilfinningu.  Nei nú lýg ég....ég set hana á bið og bíð!       Ekkert sem ég geri eða ekki geri skiptir hana máli eða lagar ástandið.   Hún hringir og lætur vita, smá innskot úr þessum heimi sem hún lifir í og ekki fyrir nokkurn mann að skilja.  Ég legg mig virkilega fram í því að loka þessari skúffu sem hennar mál eru í en þarf oft að minna mig á að setja lás á aftur og aftur.  

En svartir eru draumarnir þessa dagana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú veist hvar mig er að finna. KV:)

Anna (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er verst í heimi, vanmátturinn,sorgin og þreytan..það er erfitt að hafa skúffuna lokaða. Það er samt nauðsyn til að lifa sársaukann af.

Ragnheiður , 9.7.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband