að gráta í hljóði?

Lítill ömmustrákur var búinn að hlakka mikið  til að vera í sumarfríi, sumarfrí var þá  eitthvað hugtak sem prinsinn minn var búinn að tala mikið um og gera svo miklu meira úr.   Allt sem stóri frændi talar um það ætlar ömmustrákur að gera líka og sættir sig illa við að geta ekki gert það á sama tíma og frændinn því þeir jú ætla að gera allt saman!  Frændi er sterka stoðin hans, fyrirmyndin og átrúnaðargoðið hans.  Erfitt hlutverk fyrir prinsinn en með smá púsluspili er hægt að fara á óskum beggja, þræða veginn.ljósi'

Í morgun var það rútinan á ný, leikskólinn með öllum vinunum og prinsinn ætlaði á fótboltanámskeið.  Lítil hönd laumaðist  í ömmuhönd þegar að leikskólahliðinu kom og inni vildi lítill karl faðma ömmu sína. Hann ítrekaði fyrri ósk síma um að hann yrði sóttur eftir kaffi sem og amma hans gerði.   En þegar hann fór að ræða við frænda sinn yfir kvöldmatnum um hvað hann hefði lært nýtt í boltaskólanum og hvað hann hefði verið að gera þá sagðist hann hafa  verið leiður í dag..leiður að sjá ömmu fara og hann fór ekki með henni.  Ömmuhjartað var aumt og sagði en amma kemur aftur.  Já ég veit það en það er svo erfitt að sjá þig fara amma að ég grét inni í mér en... svo varð ég glaður þegar ég fór út að leika með vinunum.

Það var stoltur strákur sem sofnaði í kvöld, ánægður með daginn, ánægður hvað hann væri orðinn duglegur í sundi, ánægður með að geta rennt sér einn í rennibrautinni.  Skin og skúrir...InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Litla skinnið, ósköp er hann indæll og einlægur, yndislegt að eiga svona barn.  Kveðja inn í nóttina

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þetta var allavega skin

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 5.8.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Krúttleg frásögn

Anna Þóra Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 11:01

4 Smámynd: Tína

Börn gera heiminn bæði betri og fallegri.

Tína, 6.8.2008 kl. 14:59

5 Smámynd: Íris

Hann er auðvitað bara GULL þessi drengur.

Knúsaðu hann frá mér

kv Íris vinkona

Íris, 6.8.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband