eitt skref....og svo annað..

Lífið er eitt undarlegt fyrirbæri....og ef hver manneskja vissi hvað biði þess....er ég ekki viss um að brosið yrði uppi við daglega...en samt þetta er allt mjög broslegt.   Afhverju að græta það sem er að....eða ekki að!  Hver segir að það sem er að...eða ekki telst til eðlilegs hlutar í lifi sérhvers manns sé eitthvað agalegt eða erfitt.  Hver metur það sem er erfitt og það sem er mér erfitt er ekki endilega erfitt fyrir þig.  Ef ég vissi t.d fyrir fram hvað tíma ég hefði til að að framkvæma vissan hlut þá annað hvort gerði ég eitthvað því eða ekki....segir það sig ekkiWhistling    Það eru nokkrir hlutir sem ég á eftir að framkvæma og eru á óskalistanum...og með því að forgangsraða og raða svo aftur upp af þeim lista þá færast þessir hlutir framar en samt standa út af hlutir sem mig langar að gera en samt ekki en tel mig þurfa að gera þá svo ég verði sátt við mig sem manneskju. Eins og í náminuí dag var talað um að ef þú ættir að raða tíu hlutum í níu skúffur þá sér hver maður að í einhverja skúffuna fara tveir hlutir...þetta er það sem er eðlilegt að búast við.

Minn ektakarl bara hress eftir vikuna..ekki mikið um vinnu vegna rigningar en nóg að sýsla fyrir hann og eins að eiga kellu sem er í því að láta vita um fundi með stuttum fyrirvara og að auki að skella sér í nám,,,,eitthvað sem svona ektakarl gleymir í daglegu amstriInLove

Litli prinsinn minn hitti hjúkkuna í skólanum í gær og þau ákváðu að vera leynivinir..hún fór yfir það með honum hvað hún vissi og hann fyllti svo í eyðurnar....stolt mamma sem horfði á strákinn velja hvaða leið hentaði honum best... Heart

Fíkillinn enn inni og ekkert enn með það ..hún ætlar að láta þetta ganga og fara svo á Dyngjuna sem er fyrir konur í meðferð..hún er að standa sig.  Ekki það sama að segja með bróður hennar sem er að naga af sér handlegginn af stressi vegna þess að hann er ekki að greiða til af skuld og yfirvofandi handrukka heimsókn að fara með hann.  Hann hefur alla burði til að gera þetta upp það er bara að ákveða hvernig hann vill standa að því.

 Ömmusonur vill enn draga dýnuna að rúmi ömmu sinnar og engin leið að fá hann til að sofa í sínu nýja rúmi....og í myrkrinu heyrist öðru hvoru...amma hvar er hendinn þín...viltu breiða  yfir mig amma. 

Þar til næst....Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Blessað barnið sækir í ömmuskjól, en hvað ég skil hann vel.

Knús á þig mín kæra

Ragnheiður , 20.9.2008 kl. 21:38

2 identicon

Kvitt kvitt

Knús á þig

Vinkonan (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Letilufsa

KLUKK

Síðan eitt knús á þig :)

Letilufsa, 22.9.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband