Á sjó...

Picture 004Allir ansi glaðhlakkalegir á þessari mynd sem var tekin fyrir klukkustund...og jú hvað kætir fólkið svona...stóri drengurinn að fara á sjó!  Ekki það að allir séu svona fegnir að losna við hann heldur það að hann lét svo vel af sér og lék það vel að þetta væri draumastaðan sem það og er í dag.   Hann pakkaði niður...við foreldrarnir en eitt skiptið splæstum í sjógalla en í þetta sinnið var það afmælisgjöf svo tók hann sitt hatt og lagði í hannWoundering

Hvað gerir maður annað en bara að taka þátt...systir hans á fullu í náminu...próf í almennri sálfræði á næstu grösum og ég...estoy estudiando, no disturbar!

Var í staðlotu..eintóm heilaleikfimi þar...um helgina en litli ömmusonur kom líka í heimsókn þannig að nóg var að sýsla fyrir alla.  Þessi kella skellti sér meira að segja í sunnudagsskóla  og rifjaði þar upp gamla slagara...og svo bauð minn ektakarl okkur á Gosa kallinn eftir hádegi.   Systkinahittingur svo hjá múttu þar sem stóri bror mallaði ofan í mannskapinn.  Mamma á svolítið erfitt núna þar sem bróðir hennar er nýgreindur með krabba, liggur upp á deild í sama herbergi og pabbi gerði....Henni finnst líka erfitt að hann heitir sama nafni og minn ektakarl..og báðir að herja sínar orrustur.

Farin að læra aðeins heima en ekki nóg til að heimasætan fyllist stolti af kellunni en hún kennir mér samviskusamlega nokkrar sagnir á dagInLove ...ég verð einhvern tímann góð.

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

El tiempo vuela y esta vez no conseguimos vernos de nuevo!  Hasta la proxima querida y buena suerto con los estudios!!!!!

www.zordis.com, 22.9.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: www.zordis.com

SUERTE .....

www.zordis.com, 22.9.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: www.zordis.com

Svo fljót á mér núna ..... Flott myndin af ykkur og megi sá algóði veita sjómanninum happafeng og góða lífssýn á sjónum.  Falleg mynd af ykkur!

(allt er þegar þrennt er)

www.zordis.com, 22.9.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Ragnheiður

Hva? á maður að tala (skrifa) úttlensku hérna ?

ehh..öhh..hm.

Vonandi veiðir sjóarinn vel og lengi og allir aðrir öðlist heilsu og hugarró

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: Tína

Yndisleg mynd af ykkur krútta og gott að strákurinn hafi komist á sjóinn. Hann Leifur minn er einmitt að leita af fullum kraftir að plássi en hefur ekkert gengið að finna, því miður. Hann dauðlangar nefnilega líka að fara á sjóinn. Mátt endilega gauka að mér ef þú veist um pláss fyrir hann

Hvernig líður annars eiginmanninum? Og hvernig líður þér?????

Knús á þig yndislegust.

Tína, 23.9.2008 kl. 07:47

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Óskar honum alls góðs á sjónum og hafðu það sem best mín kæra. Góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband