Ný reynsla eða er hringurinn að lokast?

Þegar þú finnur til..þá finn ég til, svona er þetta líklega  með okkur öll og það er erfitt að horfa á ektakarlinn minn og sjá vanlíðan hans yfir  ástandinu á sér eins og hann kallar það.   Við grínumst með það að það sé eins gott að við erum vön hjólastólunum en um leið þá fer það inn að hjartarótum á mínum karli að ég....hann hugsar alltaf um mig...skuli aftur fá þennan kafla inn í mitt líf.  En sá kafli er í sem betur fer enn í mínu lífi, mín elsta dóttir er í hjólastól og hún er hetja....hringir reyndar dálítið oft í hana múttu sína en veit um leið að ég svara ekki alltaf. 

Minn ektakarl er fluttur yfir á Grensás og byrjaður í endurhæfingu þar, með  sama sem enga tilfinningu vinstra megin í líkamanum en samt eitthvað að koma....getur ekki hreyft fingur en aðeins lyft fæti og kippt hendinni við.  Algjör sigur og það er montinn maður sem sýnir okkur þetta.  Ég mæti í mina vinnu, hagræði reyndar aðeins þannig að ég geri eiginlega bara það sem skemmtilegt er...og ég sem segi að það eigi ekkert endilega  að vera gaman í skólanum....en OK....skemmtilegt fyrir kennarann!  Tek einn klukkutíma í einu...ef  þetta gengur þá og tárin fara ekki að hrynja niður á nemendur mína...þá held ég áfram....en smá spor í einu.   En það er lika flókið að allt í einu vantar einn í fjölskylduna en hann er ekki farinn fyrir fullt og allt.....þannig að við getum þakkað það.   

Fíkillinn minn sem er enn á Kotinu var að fara að vitna ..hvað sem það er nú....eitt kvöldið og ég spurði  hana hvort ég mætti ekki koma með og segja nokkur orð um  mína reynslu af henni og hennar málum.  Fíkillinn minn spurði mig þá....mamma ætlar þú að vitna um það hvað Guð hefur gert fyrir þig?   Nei alls ekki svaraði ég....ég ætlaði einmitt að segja hvað hann hefði ekki gert...og fíkillinn sagði þá hlæjandi ,,einmitt...mér datt það í hug!

Við förum mismunandi í gegnum þetta

Þar til næst......Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég og mútta óskum ykkur alls hins besta og vonum að Siggi fari að styrkjast :)

Herdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 19:23

2 identicon

Kæra Inga María,

Ég hitti Hrafnhildi um daginn og hún sagði mér að veikindunum, rekst svo á þig hér!!

Óska þér og þínum alls hins besta og vona innilega að vindurinn snúist ykkur í hag.

 Bestu kveðjur,

Harpa (úr KHÍ og Rimaskóla í gamla daga :)

Harpa Dís (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: www.zordis.com

Megi veran á Grensás reynast vel. Góður staður sem hefur gert gott fyrir svo marga.

Ég sendi þér fallegan hug og vonandi sitja Guðs englar og umvefja ykkur, birtu, yl, kærleik og vonarneistum.

Kærleikskveðjur.

www.zordis.com, 8.10.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Inga María

Bara að segja ykkur það......hún var frábær ....tárin streymdu fram af hamingju!

Inga María, 20.10.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband