Æxlið á brott

Æxlið var tekið í gær og vonandi ekkert meira en það.  Minn ektakarl vildi ekkert mikið hugsa út í 045_916668.jpg

aukaverkanir, allt á alltaf að vera í lagi.  En við erum ekki alltaf svo heppin og í þetta sinnið fór svo að mikil lömunareinkenni  koma fram vinstra megin fram í líkamanum.  Þar sem þetta er í þriðja skiptið sem hann fer undir hnífinn þá er þetta alltaf það sem ég óttast, ekki minn ektakarl.  Öll ævintýri enda ekkert endilega vel en hann er á lífi og það skiptir mig máli en reyndar er ég viss um að þetta endi vel. Lífið er ekki dauflegt á okkar slóðum, nóg að gera og það að stappa stálinu í minn mann núna í kvöld reyndist mér létt verk.  Ég bað hann vinsamlega...já ég var vinsamleg.. að líta til baka á okkar ár saman og segja mér hve oft við hefðu getað gefist upp og hve oft sorgirnar hafa skapað hamingjustundir þó það hafi kannski ekki gerst akkúrat á þeim tíma sem við vildum. 

Við gefum okkur tíma til að komast yfir þetta, gefum okkur tíma til að sjá hvort þetta hverfi ekki tilbaka sem oft gerist með svona stælta og flotta menn.

Við höfum hamingjuna aðeins að láni....minnum okkur á það.

InLove..þar til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta gengur vonandi til baka en mikið er gott að skurðurinn er að baki ! Þú ert kjarnakona...

(hef ekkert farið í garðinn)

Ragnheiður , 30.9.2009 kl. 22:49

2 identicon

Kæra Inga María. Þú vilt víst ekkert um það heyra og síst opinberlega en ég segi það samt: Mikið dáist ég að hugrekki þínu, hjartalagi, æðruleysi og kærleika. Megirðu alltaf eiga vonina og megi ektakarlinum þínum farnast sem allra best, fá sinn mátt til baka sem fyrst og góða líðan. Eitt má hann þó þakka fyrir þrátt fyrir allt: Hann er ári vel giftur!

Vilborg (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:06

3 identicon

Gott að aðgerðin er búin og við trúum því að þetta gangi til baka. Knús til ykkar frá mér og mínum.

Fæðingarorlofskonan (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 16:08

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 2.10.2009 kl. 20:01

5 Smámynd: www.zordis.com

Faðmur til þín mín kæra!

Fegurð heimsins kemur á marga vegu, hún er vonin, gleðin og ljosið eina. Birtan, kærleikurinn og hlýjan er umvefur hið útvalda fólk. Þið hafið lagt upp í mikla sigurgöngu.

Kærleikskveðja til ykkar hjóna.

www.zordis.com, 6.10.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband