Stunur og sársauki

Muna framvegis að taka ekki of mikið að sér....en ef þú gerir það þá verður þú að treysta á að annað fólk geri sitt!

Minn ektakarl kom hingað heim og var svo ánægður, hökti út um allt. Kom reyndar að læstu húsi en settist að hjá nágrannanum þar sem ég varð að finna hann.   En minn maður hefur alltaf verið frekar hvatvís og ekki mikið fyrir að hugsa hlutina áður en framkvæmt er...og það gerðist núna...hann var  aðeins að monta sig og stóð upp án hækju og datt.  E-ð sem var nú búið  að undirbúa okkur fyrir að margir gerðu og við að ræða saman um að hann mundi ekki gera ....en nei nei...gamlir hundar geta ekki lært. Hann þagði líka yfir afleiðingunum allan daginn og valdi það svo eftir mikla umhugsun að stynja aðeins þegar hann var komin upp í rúm.  Jú jú ég hefði getað misskilið þessa stunur og sofnað með bros á vör en e-ð sagði mér að ég hefði nú ekki verið búin að vinna mína vinna til að þessar stunur kæmu fram svo ég stóð upp og fór að yfirheyra minn karl.   Þá gat hann varla talað fyrir sársauka, vildi ekki auka á erfiðið hjá mér en gat sig ekki hreyft fyrir eymslum í baki.  Minn ektakarl fór beint á Slysó...grunur um rifbrot og þaðan á Grensás.   Já og ég tek ekki á móti honum um helgina....hann verðu að læra að hugsa fyrst...framkvæma svo.  hopes.jpg

Hjartað mitt í brotum og sálarlífið frekar höktandi en við hér heima reynum að halda utan um hvort annað og teljum oft upp á tíu áður en e-ð er sagt sem ætti að vera ósagt.

Minn ektakarl byrjaði sína lyfjameðferð í vikunni , er að bíða eftir svina/froska sprautunni...þar sem veikindi eru að fara með minn vinnustað og ég dáist af rólyndi hans.  Þekki hann ekki af öðru en dugnaði svo það kemur ekki á óvart en rólegheitin....þar er ég að kynnast nýrri hlið.

 

 Sideways..þar til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að gangi vel hjá ykkur.  Bestu kveðjur. Ásta.

Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:07

2 identicon

Knús á línuna mín kæra.

Helga Bryndís (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:31

3 identicon

Þú ert yndi :)

Dagný (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:45

4 identicon

vildi að ég gæti tekið eitthvað af þessu yfir á mig til að létta af þér. Þú átt stað í hjarta mínu kæra vinkona.

 knús til ykkar allra

þessi í fæðingarorlofinu (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:35

5 Smámynd: Ragnheiður

Þetta var nú óþarfi í viðbót við annað..sendi þér hlýjar kveðjur. Þú stendur þig ótrúlega vel - en hvenær á að vera komið nóg?

Ragnheiður , 28.10.2009 kl. 23:14

6 identicon

Kærleikskveðja til þín. Og takk fyrir að geta jafnvel lýst svona atviki með húmor. Þú ert alveg hreint mögnuð kona.

Vilborg (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:23

7 Smámynd: Inga María

Takk sætu konur....það er alltaf e-ð meira sem bíður eftir manni...e-ð nýtt og KREFJANDI...er það ekki?

Inga María, 29.10.2009 kl. 16:08

8 Smámynd: www.zordis.com

Óþekktarormurinn, Sendi þér faðm í nóttina og von um að "hún" hlýði og batni, þ.e. sú vinstri.

Sólarkveðjur í hjartað þitt.

www.zordis.com, 2.11.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband