Gleði..gleði dagur

Sit hér og horfi á minn ektakarl fá sér blund í nýja svefnherberginu okkar, engin hurð komin fyrir þannig að hann er hér í miðju heimilisins og sefur.  Þreyttur eftir nótt hér heima þar sem spenningurinn að geta bjargað sér var mikill, spenna mikill fyrir deginum framundan og svo var verið að hugsa og hugsa um næstu vikur.   Hann er ótrúlegur, ekki hef ég hugmynd um hvað hann getur og er fær um en hann vildi í bað í morgun, ekki neina sturtu og í smá stund hugsaði ég hvort ég eða hann kæmi sér upp úr sjálfur.   En hann komst enda sofandi hér næstum við hliðina á mér, þessi baðferð alveg farið með  hannWink.

Þróttaragleði í dag, honum til heiðurs og ég held að hann gerir sér ekki grein fyrir umfanginu sem þessu góðu vinir hans hafa staðið í. Hann hlakkar svo til að vera með Willum vini sínum á hliðarlínunni og stjórna þaðan.  Ömmusonur fær að ganga inn á með boltann með dómaranum sem er góður vinur og svo fá synirnir að spila síðustu mínúturnar.  Sjómaðurinn minn verður fjarri góðu gamni og eins hún Ágústa okkar sem býr í Danaveldi.   Allir aðrir afleggjarar verða á staðnum, kærustur og fyrrverandi tengdasonur ...já og okkar fyrrverandi makar.  Já það verður kátt í höllinni.

Það er svo gaman að sjá hvaða áhrif máttur svona samstöðu hefur gert mínum karli...hann ætlar og skal...engar hindranir í gangi.

þar til næst......InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman, gaman !

Það er frábært að heyra kraftinn og dugnaðinn í ykkur.

Góða skemmtun í dag - lifi Þróttur ;)

Guðrún Lilja (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 12:34

2 identicon

Allar bestu óskir til ykkar. Karlinn þinn var aðdáunarverður í sjónvarpinu.  Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: www.zordis.com

Dugnaður i ykkur. Knús til þín ljúfa kona.

www.zordis.com, 8.11.2009 kl. 21:48

4 identicon

yndislegt :)

Dagný (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband