Njótum okkar

Engin sem tekur það af  mér að ákveða marga hluti, eins mikið og ég oft óska þess að einhver rödd komi undan koddanum  mínum og segi.....Inga gerðu nú þetta eða þetta verður þú að gera í dag eða gera ekki......og þetta segi ég því  það verður erfitt að gera það sem ég að öllum líkindum þarf að gera seinna í dag.

Sjaldan séð eftir nokkrum hlut, ónærgætum orðum, gjörðum jújú...en hvað gerir kella sem talar hraðar en hún hugsar.  Löngu búin að fatta það að grasið er ekkert grænna þarna hinu megin ...bara meira vökvað þegar ég horfi yfir.

Mínum ektakarli líður ekki vel, taugaverkir í öxl að fara með hann og doktorarnir tala um margt en gera lítið....en nóg af pillum sem virka ekki eins og þeir vilja.  Eins er hann ekki ánægður með mig þessa dagana en ég er í því að minna hann á hluti....en í upphafi var um það samið að allt ætti að vera skrifað í litla bók sem hann gæti litið í við og við....en hann er að upplifa það að hann muni ekkert, klúðri öllu og standi sig bara ekki.  En málið er að hann er að standa sig vel, fer á fætur, sinnir allt of miklu og meira að segja lagði í að reyna að púsla saman playmobil....með annari.   En hann er kvalinn og líklega eins og margir karlmenn er það ekki gott mál að vera síkvartandi en ég fæ jú að heyra það..og í mikum mæli sem ég fer með lengra þegar mér er farið að blöskra.

Yngri ömmusonur hefur verið hér í óskilum ...engin sem sækir hann og hann valhoppar hér á milli mín og afa síns sem býr í næsta húsi, hæstánægður með allt þetta fólk sem vill svo vera í samskiptum við hann.  En nú í dag verður gert út um þetta ....foreldrar og ég mætum til Sýsla og málin verða rædd.  En eins gott að allir mæti.    Fíkilinn mamma hans enn í Kotinu, var hér á aðfangadagskvöld og það var það fyrsta í nokkur ár þar sem værð var yfir minni og okkur  öllum reyndar því við vorum búin að ræða það að þetta yrði nú kannski breytt að ári, njótum stundarinnar og ekki hugsa lengra.

Minn ektakarl hættur að vera í fyrsta sætinu hjá mér, allt of mikið að gera við að fara með bíl í skoðun, viðgerð, tannlæknaheimsóknir og svo þegar þessi frábæri karl minn var farinn að þrífa ísskápinn sinn á fjórum fótum þá hugsaði ég nei nú fer ég aftur að hugsa um mig....og mætti í tíma.  Flókið mál að sinna, létt að segja og skrifa en mitt að afreka.

Takk fyrir allar góðu hugsanirnar og stuðninginn á liðnu ári...vi ses!

InLove...þar til næst..2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert í erfiðri stöðu og það veit enginn hvernig hún er nema að lenda sjálfur í þeirri  stöðu, en það er lykilatriði hjá þér að hugsa um þig og þína heilsu andlega og líkamlega og að ná að halda þreki því ef þú ofgerir þér þá getur þú ekkert gert til að hjálpa öðrum, það má seigja að þetta sé eins og flugfreyjurnar seiga setu súrefnisgrímuna fyrst á þig svo þú getur sett hana á aðra.

Ég óska þér gæfu á nýju ári og vona að heilsan hjá ykkur verði eins góð og á verður kosið og að ömmustrákurinn fái þá umhyggju og atlæti sem hann svo sannarlega þarf hver svo sem veitir hana

Gleðilegt ár

jon Ó Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 11:55

2 identicon

Takk fyrir innlitið, kaffiboðið og bara allt saman á liðnu ári. Hlakka til að eiga margar samverustundir með þér og þínum á því næsta. Ánægð með þig að skreppa í ræktina.

 Áramótakveðjur frá mér og mínum

Þessi í fæðingarorlofinu (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 21:11

3 identicon

Elsku Inga mín, takk fyrir hlýja kveðju á mínu bloggi. Ég óska ykkur öllum gæfu og kærleik á nýja árinu. Á Spáni skálum við ekki við hátíðleg tækifæri heldur biðjum um góða heilsu, ást og peninga. Ég óska þér og þínum heilsunnar, kærleikans og að sjálfsögðu peninga til að njóta hamingjunnar.

Gaman væri að hitta þig á næsta ári en ég hygg á Íslandsferð í ágúst. Læt þig vita með það þegar nær dregur.

Ást og hamingja og risastórt hjarta fyrir þig.

zordis Osk Brynjolfsdottir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 15:15

4 identicon

Til hamingju með ektakarlinn

Guðbjörg Íris (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 09:48

5 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

Gleðilegt ár og gangi þér vel í öllu. Megi kærleikur fylgja þér og þínum

Sigrún Óskars, 3.1.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband