skömmin sefur...

skomminMRI mynd segir allt með kyrrum kjörum og við ýtum þessu máli út af dagskrá þá í þrjá mánuði...nóg af öðru skemmtilegu til að sýsla með.  Skammtíma...minnið ekki upp á sitt besta sem gæti verið kostur fyrir marga en ég efast oft um mína geðheilsu.  Minn ektakarl vill oft meina að ég hafi bara aldrei sagt þetta eða gert hitt...og  hann hafi bara ekki átt að ná í soninn þangað.. alveg sama hvað hann hafi skrifað niður í minnisbókina sína!    Þetta ýtir oft undir skemmtilegar umræður yfir borðum hér um hvort foreldrið er nú ruglaðra.  

Fíkillinn minn, dóttir mín hefur átt það erfitt í sinni glímu og við sem áhorfendur erum á línunni þessari sem er örþunn en þolir óumdeilanlega mikið. Ekkert sem við getum gert...ekkert nema faðmað hana og fundið ókyrrðina sem í henni býr og þó faðmlagið sé fast ...svo fast..þá heldur það ekki í hana.   Hún er ekki falinn en asssskoti nálægt því og hún fann að hún var að tapa völdum og bað um hjálp.  Hún er nú ...vonandi á góðum stað sem vinnur með henni í þessari tröppu sem hún var komin í og vonandi að hún komist í þá næstu..hún verður að komast í þá næstu!

InLove....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að skömmin sofi.   Ég sendi mínar hugsanir til nöfnu minnar.

Knús á ykkur öll

Íris vinkona (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:31

2 Smámynd: Ragnheiður

Það er frábært að skömmin sofi- vonandi sefur hún bara héðan í frá.

vonandi gengur telpunni vel, að berjast við fíknina !

Ragnheiður , 10.11.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Tína

Hún kemst í þá næstu!! Og engar refjar.

En úfffffffff hvað ég kannast hrikalega við þetta sem þú talar um varðandi skammtímaminni . En ég segi oft við Gunna minn að það sé lágmark að hann tali við mig meðan ég er vakandi

Hvenær verður þú annars næst á ferðinni fyrir austan fjall?

Knús á þig og þína.

Tína, 11.11.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: www.zordis.com

Njóttu kyrrdarinnar á medan skommin sefur, zad er nóg af skemmtilegu til ad dunda sér med.

Vonandi gengur dóttlunni zinni ad yfirstíga zá zröm sem hún stendur í núna.

www.zordis.com, 11.11.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Inga María

Sælar stúlkur...takk takk ...fyrir að kíkja hér inn.

Dótlan mín er komin aftur á áfangastað, heim og er búin að átta sig betur á hættumerkjum fíkninnar og hefur leið til að fylgja.

Selfoss - Ísafjörður- London...allt bestu staðir en ég er allt of góð við mig og vil helst ekki fara neitt.  Bílhrædd, lofthrædd og brjáluð yfir gengi pundsins!

En ég kem.....

Inga María, 12.11.2008 kl. 12:45

6 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt og kveðjur

Sigrún Óskars, 12.11.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband